Sigurður VE 15 sigldi inn til heimahafnar í Vestmannaeyjahöfn nú fyrir skömmu. Skipið er allt hið glæsilegasta en Sigurður VE er 80,3 metrar á lengd og 17 metra breitt. Sigurður er 3.763 brúttótonn og er uppsjávarskip. Aðalvél er af gerðinni Wartsila 9L32, 4.500 kW en skipið var smíðað í Tyrklandi. Skipið er útbúið með rúmum fyrir 22 manns í 15 klefum en burðargeta skipsins er rétt tæplega 3000 rúmmetrar af afla. Guðbjörg Matthíasdóttir tók við spottanum þegar hið glæsilega skip lagðist að bryggju og tók við honum úr hendi sonar síns, Sigurðar Sigurðarssonar, sem er í áhöfn skipsins.
Sigurður VE verður til sýnis fyrir almenning í dag milli 14 og 17.
Með fréttinni fylgir myndband sem tekið var við komu skipsins.