Það var mörgun illa brugðið í morgun, þegar lúður fór í gang og var flautandi í langan tíma svo heyrðist um mestallan Vestmannaeyjabæ. Margir vöknuðu við flautið og var brugðið. Þegar gaus árið 1973, var einmitt áþekkt flaut í gangi, til að vekja fólk. Hugsun til þess tíma var það sem margir upplifðu. En ástæða flautsins var bilun í þokulúðri fjölveiðiskipsins Þorsteins ÞH.