Flóðbylgja gæti skollið á Vestmannaeyjum og haft töluverð áhrif þegar Katla gýs. �?etta kom fram á fundi með sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands með viðbragðsaðilum í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Á fundinum var einnig rætt um mikilvægi þess að fjölga jarðskjálftamælum í Eyjum.
�?að var Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sem boðaði til fundarins. Fundurinn var ekki opinn almenningi en hann sátu meðal annars viðbragðsaðilar í Eyjum, fulltrúar fyrirtækja við höfnina og sjúkrahússins. �?á voru á fundinum þau Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur og Sigrún Karlsdóttir náttúruvárstjóri Veðurstofunnar.
Ruv.is greinir frá.
Á fundinum ræddi Ármann meðal annars um hættuna af flóðbylgju í Vestmannaeyjum í kjölfar eldgoss í Kötlu.
�??Sú vísa er aldrei of oft kveðin. Við erum búin að vita það nokkuð lengi að einn af fylgikvillum Kötlugosa eru flóðbylgjur með suðurströndinni. Uppruni þeirra er ekki alveg ljós en við komumst örugglega að því í næsta gosi, hvað þessu veldur. En ljóst er að þær verða. Og stundum eru þær stórar og í verstu tilfellum urðu skemmdir allt til Grindavíkur. 1918 var mikill buslugangur og sjór gekk á land hér í Eyjum. �?annig að þá varð bylgja. Hversu stórar þær verða er svolítið erfitt að segja en þær verða líklega einn til tveir metrar og þá skiptir máli hver afstaðan er, hvort við erum í stórstreymi eða háfjöru. En það er mikilvægt fyrir svona stóran og merkilegan sjávarútvegsbæ eins og Vestmannaeyjar að menn séu klárir. Eitt stærsta iðnaðarsvæði bæjarins er niðri við höfn og það er auðvitað það svæði sem verður fyrir áhrifum af flóðbylgju. Vonandi litlum en það geta líka orðið alvarleg áhrif,�?? segir Ármann.
Til hvaða ráða þyrfti fólk þá að grípa?
�??�?að er bara að rýma svæðið. Og það sem við vitum um Kötlu er að iðulega er gosmökkurinn kominn upp úr jökli áður en flóðin leggja af stað niður eftir. Og af lýsingum að dæma koma flóðbylgjurnar eftir að flóðið fer út í sjó og það þýðir að við erum með svolítið góðan fyrirvara í Eyjum. Og ljóst að þegar menn sjá gosmökk er betra að menn fari að færa sig aðeins hærra upp, allavega næstu klukkutímana á meðan menn bíða eftir því að sjá hvort það verður af bylgjunni eða ekki. Og líka að koma skipum út úr höfn.�??
Fjallað var um málið í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær og rætt við þau Ármann og Sigrúnu.