Það eina sem kom til greina

Ólafur Ágúst Einarsson skipstjóri á Heimaey VE 1 hefur verið til sjós frá unga aldri og í raun aldrei annan starfa haft en sjómennsku síðan hann lauk almennri skólaskyldu fyrir 47 árum síðan. Það er ekki á honum að heyra að hann sé farinn að leggja drög að starfslokum. Það er því ærin ástæða að […]

Á lífstíðarskútunni með Óskari á Frá

Tryggvi Sigurðsson er eins innmúraður Vestmannaeyingur og hægt er að hugsa sér, þó mamman sé úr Reykjavík. Borinn og barnfæddur Eyjamaður og leit þennan heim 21. janúar 1957. Mamman Ágústa Erla Andrésdóttir og pabbinn Sigurður Tryggvason, sonur Tryggva Gunnarssonar, Labba.   „Ég fékk strax meðbyr sem vélstjóri fyrir að vera barnabarn Labba á Horninu. Upphaflega ætlaði […]

Heimahöfn Eyjamanna á Facebook

Hópurinn Heimaklettur á Facebook telur nú tæplega 13.500 meðlimi eða rétt þrefalda íbúatölu Vestmannaeyja.  Flestir sem eru í hópnum búa á Íslandi en þar er einnig fólk sem býr erlendis og sumt langt í burtu eins og í Ástralíu. Hópurinn var stofnaður 18. júlí 2012 af Ólafi Guðmundssyni, sem oftast er kallaður Óli. Hann hefur […]

Mikið um sílisfugl í Höfðanum

„Ég er búinn að vera með puttann á púlsinum í allt sumar til að fylgjast með viðkomu lundans í fjöllunum á Heimaey. Það gladdi mjög í dag að sjá allan fjöldann sem sat austan í Stórhöfða en hann hefur ekki verið mikið fyrir það að sýna sig þar,“ segir Stefán Geir Gunnarsson, ljósmyndari og náttúruunnandi […]

Baðlón við Skansinn aftur á dagskrá

Kristján G. Rikharðsson  fyrir hönd Lavaspring Vestmannaeyjar ehf.  lagði fram drög að skipulagsgögnum fyrir baðlón við Skansinn. Umhverfismatsskýrsla er unnin af ráðgjafafyrirtækinu Alta. Einnig hefur verið unnin tillaga að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 í samræmi við tillögu þróunaraðila. Gögnin voru sett fram til kynningar fyrir umhverfis- og skipulagsráð. Ráðið þakkaði kynninguna og fól skipulagsfulltrúa […]

Kafbátarnir á góðri siglingu

Vestmannaeyjar voru í júní miðstöð umfangsmikilla rannsókna í hafinu suður af Eyjum. Notaðir eru tveir  fjarstýrðir kafbátar hlaðnir hátæknibúnaði  sem taka margskonar sýni úr sjónum og greina þau um leið. Héðan héldu þeir 16. júní til móts við breskt rannsóknaskip þaðan sem þeir lögðu upp í leiðangur suður eftir Atlantshafinu. Leiðangrinum lýkur á Harriseyju í […]

„Þá gefast menn upp og hætta“

„Héraðsmiðlar á Íslandi hafa mikl­ar áhyggj­ur af rekstr­in­um og skora nú á stjórn­völd að skipa starfs­hóp til að fara yfir stöðu miðlanna. Eyja­f­rétt­ir, fjöl­miðill frá Vest­mann­eyj­um, héldu á sunnu­dag­inn ráðstefnu til að vekja at­hygli á veikri stöðu lands­byggðarblaða. Fjöl­miðlarn­ir eru nú sum­ir í sam­starfsum­ræðum, að sögn Ómars Garðars­son­ar og Gunn­ars Gunn­ars­son­ar, en á sunnu­dag­inn var sam­ein­ing […]

Saga Vestmannaeyja í hálfa öld

Þorsteinn Gunnarsson. Til hamingju með stórafmælið Eyjafréttir. Að gefa reglulega út héraðsfréttablað í hálfa öld í litlu samfélagi eins og Vestmannaeyjum er ekkert minna en stór afrek. Ég steig mínu fyrstu skref í blaðamennsku á héraðsfréttablaðinu Fréttum eins og það hét þá, í janúar 1986, þá nýbúinn að ljúka námi í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Gísli […]

Nýjar hugmyndir frá Evrópu! 

Marzena Harðarson Waleszczyk er eiginkona Eyjapeyjans Smára Harðarsonar. Marzena byrjaði að vinna með mosa og skapa úr honum list árið 2021. Hélt hún sýningu á verkum sínum á Goslokahátíð. Hugmyndina fékk hún fyrir nokkrum árum og er hún í stuttu máli þannig að hún færir mosann í sinni náttúrulegri mynd inn á vegg fyrirtækja og […]

Margverðlaunuð fyrir góðan árangur

Anna María Lúðvíksdóttir útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyja í vor af náttúruvísindalínu. Hún fékk einnig viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur í íslensku, dönsku og spænsku. Þá fékk hún viðurkenningu fyrir mjög góðan heildarárangur í félagsvísindagreinum á stúdentsprófi, mjög góðan árangur í raungreinum. Einnig fyrir Menntaverðlaun Háskóla Íslands eru veitt framhaldsskólanemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.