Tæplega 30 manna hópur á vegum kvikmyndafyrirtækisins Glassriver er nú statt hér í Eyjum, og verður næstu þrjár vikurnar við tökur á nýjum þáttum sem sýndir verða í Sjónvarpi Símans. Að sögn Dadda Bjarna tökustaðarstjóra hafa fyrstu dagarnir í Eyjum gengið vel.
,,Ekkert mál vinur er svarið sem við fáum við nánast öllum okkar fyrirspurnum og umleitunum hér hjá ykkur á Eyjunni fögru” segir Daddi á Facebook síðu Heimakletts.
Tökur hafa farið fram vísvegar um eyjuna, meðal annars um borð í Herjólfi, í framhaldsskólanum og í Hvítasunnu húsinu. Í dag fara tökur svo fram upp á Stórhöfða.
Glassriver hefur framleitt vinsælar kvikmyndir og þætti á borð við Venjulegt fólk, Jarðaförin og Svartir Sandar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst