12% aukning milli ára

„Herjólfur flutti í maí 46.273 sem er 12% aukning miðað við maí í fyrra.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. aðspurður um farþegafjöldann í nýliðnum mánuði. Að sögn Harðar hafa á fyrstu fimm mánuðum ársins verið fluttir 113.608 farþegar á móti 107.961 farþegum árið 2023. Eru bjartsýn á gott og öflugt ferðasumar Hann segir […]
Björgvin Þór, Sigurður og Guðmundur heiðraðir

Að venju voru sjómenn sem látið hafa af störfum heiðraðir á hátíð Sjómannadagsins á Stakkó sem Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands stýrði. Þeir sem heiðraðir voru eru Björgvin Þór Björgvinsson, Sigurður Vignisson og Guðmundur Guðlaugsson. Jötunn Sjómannafélag og Sjómannadagsráð Vestmannaeyja heiðruðu Björgvin Þór, sem stundaði sjóinn í 27 ár. Hann er lögskráður 6189 daga á […]
Hlynur Már heiðraður fyrir frækilega björgun

Sjómannadagsráð Vestmannaeyja sæmdi Hlyn Má Jónsson, vert á Lundanum heiðursskildi fyrir hetjulega björgun sjómanns úr höfninni í Vestmannaeyjum þann 27. febrúar 2024. Málsatvik voru þau að Hlynur skutlar tveimur úr áhöfn Kap II VE um borð. Annar fer strax um borð en hinn er í smá spjalli í bílnum hjá Hlyni. Fer síðan og röltir […]
Gísli Matthías er Eyjamaður vikunnar

Sjómannadagurinn skipar stóran sess í menningarlífi eyjamanna. Metnaðarfull dagskrá var í boði alla helgina og er það Sjómannadagsráð sem fer með skipulagningu hennar. Formaður ráðsins er Gísli Matthías Sigmarsson og er hann því Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn: Gísli Matthías Sigmarsson. Fjölskylda: Ég er sonur Sigmars Gísla og Ástu Kristmannsdóttur. Systir mín heitir Ágústa Dröfn og bróðir Sæþór […]
Lífið á sjónum

Það er vel við hæfi að gera sjómannslífinu smá skil hér á sjómannadaginn. Óskar Pétur Friðriksson slóst í för með áhöfninni á Þórunni Sveinsdóttur VE nýverið. Þar tók hann fjölmargar myndir og má sjá nokkrar þeirra hér að neðan. (meira…)
Dorgkeppni, kappróður og koddaslagur

Það var nóg við að vera við sjávarsíðuna í dag. Þar fór fram dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns. Þá var sjómannafjör á Vigtartorgi þar sem var kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut og þurrkoddaslagur, svo fátt eitt sé nefnt. Myndasyrpu frá fjörinu má sjá hér að neðan. (meira…)
Fullt hús á Nýdönsk

Gríðarleg stemning var á tónleikum hjá Nýdönsk í Höllinni í gærkvöldi. Fleiri hundruð manns mættu til að hlýða á þetta fornfræga band sem starfað hefur óslitið síðan 1987. Þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafs, Stefán Hjörleifs og Óli Hólm hafa greinilega engu gleymt og fluttu þeir sitt besta efni frá ferlinum í gær. Ljósmyndari […]
Fasteignamat hækkar í Eyjum

HMS hefur kynnt fasteignamat fyrir árið 2025, en samkvæmt því hækkar heildarmat fasteigna um 4,3% frá núverandi mati og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2,1% á milli ára, en hækkunin er 6,6% á landsbyggðinni. Ef Vestmannaeyjar eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að fasteignamatið á sérbýli hækkar á milli ára […]
Fimm verkefni hlutu styrk
Samningar vegna styrkja úr þróunarsjóði leik-, grunn- og tónlistarskóla voru undirritaðir þann 23. maí sl. í Einarsstofu. Fram kemur í fundargerð fræðsluráðs að markmiðið með þróunarsjóði leik-, grunn- og tónlistarskóla sé að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í skólunum. Fimm verkefni hlutu styrk úr þróunarsjóðunum þetta árið og eru þau eftirfarandi: – Heimasíða fyrir heimilisfræði […]
Heiðruðu Árna með músík

Hópur tónlistarfólks kom saman í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi og minntust Árna Johnsen með tónleikum sem hann hóf á sínum tíma, svokallað sjómannakvöld. Margir úr hópi tónlistarfólks sem hefur tekið þátt í þessari uppákomu Árna í gegnum tíðina vildu heiðra Árna með því að halda uppteknum hætti, sagði Sigurmundur Gísli Einarsson einn af skipuleggjendum viðburðarins. Óskar […]