Stjórnvöld birtu nýlega áform sín um að leggja kílómetragjald á öll ökutæki óháð orkugjafa og mun gjaldið ráðast af þyngd tækjanna. Eitt og sama gjaldið verður lagt á ökutæki undir 3.500 kg en sé leyfð heildarþyngd ökutækis yfir 3.500 kg mun kílómetragjaldið fara stigvaxandi eftir þyngd út frá ákveðnum þyngdarstuðli. Til viðbótar bætist við kolefnisgjald á dísel- og bensínbíla.
Í umsögn Eimskips í samráðsgátt stjórnvalda segir ljóst að slík skatthækkun muni óhjákvæmilega hafa áhrif á flutningskostnað fyrirtækja líkt og Eimskips. Aukinn kostnaður við flutninga leiðir til hærra vöruverðs fyrir neytendur, sem mun einkum bitna á íbúum landsbyggðarinnar þar sem vegalengdir eru langar.
Í umsögninni segir jafnframt að nánari útfærsla á gjaldtöku þyngri ökutækja sem og kolefnisgjaldi hafi ekki verið birt og margt er enn á huldu. Engin leið er til þess að meta áhrif þess með raunhæfum hætti. Samt sem áður er hægt að draga ákveðnar ályktanir og í því samhengi er margt sem þarft er að hafa í huga.
Í niðurlagi umsagnarinnar segir:
„Þótt óljóst sé hvernig gjaldtöku vegna ekinna kílómetra og kolefnisgjalds verði háttað, er ljóst að slík skatthækkun mun óhjákvæmilega hafa áhrif á flutningskostnað fyrirtækja líkt og Eimskips. Aukinn kostnaður við flutninga leiðir til hærra vöruverðs fyrir neytendur, sem mun einkum bitna á íbúum landsbyggðarinnar þar sem vegalengdir eru langar. Gjaldtakan er því í eðli sínu landsbyggðarskattur sem stuðlar ekki að auknu jafnræði óháð búsetu með fjölbreyttri atvinnustarfsemi, vöruúrvali og verðmætasköpun. Enn fremur er mikilvægt að hafa í huga að þessir auknu kostnaðarliðir gætu dregið úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum. Þó áform þessi séu sett fram með umhverfisvernd að leiðarljósi, gæti gjaldtakan einnig, líkt og hún er fyrirhuguð, haft þveröfug áhrif. Því fleiri léttir flutningabílar sem verða á vegum landsins í stað stærri tækja, því meiri verður heildarútblástur og vegslit. Þetta er sér í lagi áhyggjuefni hér á landi þar sem vegakerfið er viðkvæmt og veðurfar oft krefjandi.
Að lokum leggur Eimskip áherslu á mikilvægi þess að stjórnvöld leiti samvinnu við atvinnulífið um endanlega útfærslu frumvarpsins. Nauðsynlegt er að forðast skaðlegar afleiðingar fyrir atvinnulíf og neytendur en
flutningar gegna lykilhlutverki í verðmætasköpun og góðum lífsgæðum á Íslandi.Í ljósi alls ofangreinds hvetur Eimskip yfirvöld til að endurskoða áformin með tilliti til þeirra atriða sem hér hafa verið nefnd. Einkum er mikilvægt að tryggja að nægur tími sé til aðlögunar svo hægt sé að laga rekstur að breyttum aðstæðum, án þess að það bitni á þjónustu, verðlagi eða leiði til aukinna umhverfisáhrifa.“
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst