Kallar ekki á skerðingu lífeyrisréttinda

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verður haldinn í dag. Tryggingafræðileg staða sjóðsins er neikvæð um 6.522 milljónir króna eða 5,2% af heildarskuldbindingum en í árslok 2022 var staðan neikvæð um 5.008 millj.kr. eða 4,3%. Eyjar.net spurði Hauk Jónsson, framkvæmdastjóra sjóðsins um hverjar séu stærstu fjárfestingar sjóðsins í fyrra og það sem af er þessu ári. Stærstu einstöku […]
67 þúsund farþegar það sem af er ári

„Herjólfur flutti í apríl 28.491 farþega og fyrstu fjóra mánuði árins hafa verið fluttir 67.335 farþegar.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs er hann var spurður um farþegaflutninga Herrjólfs í ár. Hann segir að farþegafjöldinn í fyrra á sama tímabili hafi verið sambærilegur eða 66.810 farþegar. „Siglingar til Landeyjahafnar gengu vel í apríl og var […]
Vildu fá öflugri verktaka til verksins

Í dag kom fram að ekki standi til hjá Vegagerðinni að segja upp samningi stofnunarinnar við Björgun um dýpkun Landeyjahafnar. Eitt ár er eftir af samningnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók málið fyrir á fundi sínum í dag, en skýrt hefur komið fram hjá bæjaryfirvöldum að Vegagerðin grípi til aðgerða gagnvart dýpkunaraðila í Landeyjahöfn vegna vanefnda á […]
Björgun áfram treyst fyrir dýpkun

Vegagerðin hefur ákveðið að Björgun klári samning sinn við stofnunina um dýpkun í Landeyjahöfn, en eitt ár er eftir af samningnum. Þetta kemur fram í frétt á vef Vegagerðarinnar. Skoðun leiddi í ljós að Álfsnes henti vel til dýpkunar við þær aðstæður sem eru uppi í Landeyjahöfn Þar segir jafnframt að eftir erfiðan vetur í […]
LSV: 0,17% raunávöxtun í fyrra

Ársfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja verður á morgun, miðvikudaginn 8. maí. Fram kemur í frétt á vef sjóðsins að stjórnin hafi samþykkt ársreikning sjóðsins fyrir árið 2023. Sjóðfélagar sem greiddu iðgjöld á árinu 2023 voru samtals 2.195. Fjöldi virkra sjóðfélaga sem að jafnaði greiða til sjóðsins með reglubundnum hætti í hverjum mánuði voru 1.725. Iðgjöld til sjóðsins […]
Vígðu nýja bekki í miðbænum

Á fimmtudaginn sl. fór fram kynning og vígsla á nýjum bekkjum í lýðheilsu- og samfélagsverkefninu “Brúkum bekki”. Nýju bekkirnir eru allir staðsettir í miðbænum. Fram kom í máli Ólafar Aðalheiðar Elíasdóttur (Ólu Heiðu) – sem farið hefur fyrir verkefninu – að fyrir rúmum tveim árum hafi Unnur Baldursdóttir bent henni á þetta verkefni. „Hún sagði […]
Misstu fimmtán gáma í sjóinn austan við Eyjar

Fimmtán gámar féllu útbyrðis af Dettifossi, flutningaskipi Eimskip, í lok mars. Skipið laskaðist við þetta og gáma hefur rekið á fjörur á Suðurlandi. Atvikið átti sér stað aðfaranótt 21. mars, austan við Vestmannaeyjar, þegar Dettifoss var að sigla frá Reykjavík til Reyðarfjarðar. Frá þessu er greint á DV.is. Haft er eftir heimildarmanni DV að gleymst […]
Eyjar.net bíða enn svara ráðuneytisins

Svo mikið er að gera í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- og orkumálaráðherra að illa gengur að svara fyrirspurnum frá Vestmannaeyjum. Sein svör skrifast á mikið annríki „Ég bið þig að afsaka sein svör sem skrifast á mikið annríki.“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins til Eyjar.net eftir ítrekaða eftirgrennslan um svör við spurningum um miklar hækkanir […]
Veðrið lék við hlauparana – myndir

Það voru glaðlegir 1.370 hlauparar sem lögðu í hann í hádeginu í dag í The Puffin Run. Ekki skemmdi fyrir að í Eyjum var blíðskapar veður þegar hlaupið fór fram. Magnús Bragason, einn af skipuleggjendum hlaupsins sagði í samtali við Eyjar.net fyrir helgi að þátttakan í ár sé metþátttaka. Meðal hlaupara eru margir af bestu […]
12,5 milljónir söfnuðust fyrir Grindvíkinga

Nokkur hópur Eyjafólks hefur staðið fyrir fjársöfnun til handa Grindvíkingum og hafa mörg fyrirtæki í Eyjum lagt þeirri söfnun lið með fjárframlögum. Söfnunin náði svo hámarki í gær þegar haldnir voru styrktarhljómleikar í Höllinni, undir yfirskriftinni “Heim á ný”. Samkvæmt tíðindamanni Eyjar.net voru tónleikarnir stórskemmtilegir fyrir fullum sal af gestum. Á tónleikunum kom fram tónlistarfólk […]