Aðstaða fyrir ekjufraktskip í pípunum

DCIM100MEDIAYUN00061.jpg

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fjallaði um hugmyndir um endurbygginigu Gjábakkakants á fundi sínum í vikunni. Áður hafði hafnarstjóra verið falið að útbúa minnisblað um tillögur að lausnum vegna endurbyggingar á Gjábakkakanti. Hafnarstjóri kynnti þær þrjár hugmyndir sem komu upp í samtali við Vegagerðina og fór yfir kosti og galla hverrar um sig sem og áætlaðan […]

Íbúum fjölgar í Eyjum

leikvollur_born_krakkar_IMG_2413

„Í íbúaskránni hjá okkur eru alls 4662 íbúar skráðir.“ segir starfsmaður Vestmannaeyjabæjar aðspurður um íbúatölur í bæjarfélaginu í gær. Síðast þegar Eyjar.net kannaði íbúafjöldann í byrjun árs voru íbúar í Vestmannaeyjum hins vegar 4626 talsins og hefur því fjölgað um 36 í bænum á um þremur og hálfum mánuði. Ekki verið fleiri í 28 ár […]

Nýtir tónlistina til þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagið

IMG_4695

Líkt og greint var frá fyrr í dag var Birgir Nielsen útnefndur bæjarlistamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2024. Birgir sagði við þetta tilefni að hann væri þakklátur fyrir að njóta þess heiðurs að hljóta nafnbótina bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2024. Áherslan lögð á náttúru Vestmannaeyja „Ég hef í gegnum tíðina haft mikla ástríðu í að skapa og flytja […]

Birgir Nielsen bæjarlistamaður Vestmannaeyja

IMG_4727

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2024 er Birgir Nielsen. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Eldheimum í morgun. Birgi Nielsen þarf vart að kynna en hann hefur frá unga aldri verið viðloðandi tónlist og ákvað snemma á lífsleiðinni að helga lífi sínu þeim starfsvettvangi. Birgir er fæddur árið 1974 og varð því fimmtugur í febrúar síðastliðnum. […]

Messi og Vestmannaeyjar

samsett (1000 x 667 px) (5)

Það má með sanni segja að fjárfestar hafi trú á því sem er að gerast í Vestmannaeyjum. Ekki er langt síðan að kauphallarfyrirtækið Kaldalón hf. og stórir innlendir fjárfestar líkt og aðilar tengdir Eskju og Jón Ásgeiri keyptu eignir á vel yfir 1000 milljónir í Eyjum. Má þar nefna eignir eins og Hótel Vestmannaeyjar, Gamla […]

„Lífið er meira en sjómennska“

Í nýútkominni samfélagsskýrslu Síldarvinnslunnar eru stutt viðtöl við nokkra starfsmenn fyrirtækisins og dótturfélaga. Í dag var birt viðtal við Ríkharð Zoёga Stefánsson kokk á Bergi VE á vef Síldarvinnslunnar. Ríkharður Zoëga Stefánsson er Reykvíkingur sem kom fyrst til Vestmannaeyja 14 ára gamall. Þá bjó hann hjá systur sinni í Eyjum. Hann fór aftur til Reykjavíkur […]

Dýrmætt fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar

vidlagafj_03_24_hbh_2

Á mánudaginn var greint frá því að fiskeldisfyrirtækið Laxey hafi lokið við 6 milljarða hlutafjárútboð með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi. Meðal nýrra hluthafa er Blue Future Holding sem er leiðandi fjárfestir í útboðinu. Einnig Nutreco, Seaborn, Kjartan Ólafsson og öflugt hollenskt sjávarútvegsfyrirtæki ásamt lífeyrissjóðum. Fram kom í tilkynningu […]

Ísfélagið kaupir uppsjávarskip

Ísfélag hf. hefur samið um kaup á uppsjávarskipinu Pathway. Seljandi er skoska fyrirtækið Lunar Fishing Company Limited. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísfélaginu til Kauphallarinnar. Pathway var smíðað árið 2017 í Danmörku og er 78 metra langt og 15,5 metra breitt. Kaupin eru liður í endurnýjun á skipaflota félagsins. Áætlað er að skipið verði […]

Hættir sem formaður ÍBV

saeunn_ads

Aðalfundur ÍBV – íþróttafélags verður haldinn fimmtudaginn 9. maí nk. Fyrir fundinum liggja almenn aðalfundarstörf, ársreikningur og stjórnarkjör. Sæunn Magnúsdóttir er formaður aðalstjórnar. Hún segir – aðspurð um hvort fyrirhugaðar séu breytingar á stjórn félagsins – að hún hafi ekki fengið afdráttarlaus svör frá öllum stjórnarmönnum um það hvort þeir ætli að halda áfram. „En […]

Skemmd lögn ástæðan fyrir lituðum sjó

höfn_bla_24_IMG_4551

Það ráku margir upp stór augu í sunnudagsbíltúrnum í gær, þegar komið var niður á höfn. Ástæðan var skrýtin litur á sjónum í smábátahöfninni. Að sögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, hafnarstjóra kom gat á gömlu lögnina sem liggur frá Brattagarði að Kleifum. „Það liggja þrjár lagnir þarna og fór ein í sundur í gærmorgun.“ Dóra Björk segir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.