Fyrstu nemarnir eru komnir til Laxeyjar í starfsnám. Róbert Aron og Helga Stella eru í fiskeldisfræði við Háskólann á Hólum og eru núna komin í Laxey þar sem þau verða í starfsnámi í sumar. Þau eru bæði Vestmannaeyingar.
Í frétt á facebook-síðu Laxeyjar segir að það sé ánægjulegt að ungt fólk sjái fiskeldisfræði sem mögulegt nám fyrir framtíðina og hafi þann kost að vinna við slíkt í sinni heimabyggð.
Með þeim á myndinni er Anne K Bruun Olesen sem er aðstoðar-stöðvarstjóri seiðaeldis. Hún mun – auk annara – vera þeim innan handar í starfsnáminu.
Fyrir þá sem vilja fræðast frekar um fiskeldisfræði þá mælir Laxey með því að kíkja á heimasíðu Háskólans á Hólum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst