Ófær til siglinga stóran hluta vetrarins

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna í samgöngumálum við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í gær. Staðan hefur verið mjög þung undanfarna mánuði, siglingar í Landeyjahöfn hafa verið mikið skertar og höfnin oft lokuð vegna dýpis. Bæjarráð hefur óskað eftir gögnum frá Vegagerðinni um ástæður þess að illa gengur að dýpka. Höfnin ekki tilbúin Fram kemur […]
Það sem bæjarstjórn ræddi ekki

Bæjarstjórn Vestmannaeyja er æðsta vald Vestmannaeyjabæjar. Þar sitja níu kjörnir fulltrúar. Í gær var fyrsti fundur bæjarstjórnar á árinu. Fyrsti fundur síðan síðasta hækkun HS Veitna gekk yfir bæjarbúa. HS Veitur hafa í tvígang – með skömmu millibili – hækkað gjaldskrá sína á íbúa í Vestmannaeyjum. Auk þess lækkaði hitastigið á vatninu. Fyrirtækið nýtur þeirra […]
Öryggisleysi í raforku og vatnsmálum

Mikið hefur verið rætt og ritað það sem af er ári um þessar gengdarlausu hækkanir HS Veitna á eitt sveitarfélag umfram önnur. Eyjar.net spurði Ásmund Friðriksson, þingmann Suðurkjördæmis út í málið, en Ásmundur situr m.a. í atvinnuveganefnd þingsins. „Skilaboðin á skjön við markmið í orkuskiptum ríkisstjórnarinnar“ Þeir tala um að ríkið stefni á hækkun niðurgreiðslu […]
Gerðu athugasemdir við afköst dæluskips

Illa hefur gengið undanfarnar vikur að halda Landeyjahöfn opinni. Dýpið er lítið, og til að bæta gráu ofan á svart hafa þeir dagar sem komið hafa þar sem viðrar vel til dýpkunar verið illa nýttir. Eða eins og bent var á í tilkynningu frá Herjólfi ohf. fyrr í mánuðinum, þar sem sagði: „Þrátt fyrir einmuna […]
Hærra verð og minni hiti

Í gær birti Eyjar.net verðsamanburð á vatni HS Veitna til annars vegar Vestmannaeyinga og hins vegar til íbúa á Suðurnesjum. Þar var tiltekið að verðskráin væri án tillits til niðurgreiðslu Orkustofnunar. Það er hins vegar ekki rétt. Hið rétta er að þetta er verðið eftir niðurgreiðslu. https://eyjar.net/slaandi-munur-a-verdskra/ Verðskráin í dag er 500 kr, í Vestmannaeyjum. […]
Leiðangurinn breytir ekki ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Ekki vart við loðnu út af Austfjörðum Þar segir jafnframt að þetta […]
Sláandi munur á verðskrá

Í tvígang á fjórum mánuðum hefur gjaldskrá HS Veitna verið hækkuð í Vestmannaeyjum, svo nemur tugum prósenta. Í síðustu tilkynningu HS Veitna segir að hitaveitan í Vestmannaeyjum skeri sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að því leitinu til að heitt vatn er framleitt í Vestmannaeyjum með rafmagni – og olíu þegar raforkan er […]
Dýpkað í kjölfar holufyllinga

Í síðustu viku kom hingað til Eyja dýpkunarskip Hagtaks, Pétur Mikli. Til stendur að dæla rúmlega 45 þúsund rúmmetrum og var áætlað að það tæki um 12 daga. Brynjar Ólafsson, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir aðspurður um af hverju dýpkun var hætt fyrir helgi að þeir hafi ekki verið byrjaðir að dýpka. „Þeir byrjuðu […]
Nýtt iðnaðarsvæði skipulagt

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í byrjun vikunnar var lögð fram til samþykkis skipulagslýsing fyrir breytt aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 vegna breytingar á landnotkunarreit athafnasvæðis AT-2 frá því að flokkast sem athafnasvæði í að flokkast sem iðnaðarsvæði. Fram kemur í lýsingu fyrir umræddri breytingu að Vestmanneyjabær hafi hafið undirbúning að gerð nýs deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæði í […]
Stækkun hafnarinnar

Alta hefur unnið aðalskipulagsbreytingu fyrir Vestmannaeyjahöfn sem samþykkt var á fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 15. nóvember sl. Á fundi ráðsins í vikunni var lögð er fram til kynningar skipulagslýsing fyrir breytt aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 vegna stækkunar hafnarsvæðis Vestmannaeyjahafnar og nýrra hafnarkanta undir Kleifum og í Gjábakkafjöru. Fram kemur í skipulagslýsingunni að Vestmannaeyjahöfn sé grundvöllur helstu […]