Jólin byrjuð á Burstafelli

Smákökur, jólaskreytingar, jólagjafir eða jólakort eru eitthvað eru ekki ofarlega í huga eyjamanna þessa dagana því enn eru 48 dagar til jóla og nægur tími til stefnu. En eins og undanfarin ár taka sumir jólaskreytingarnar upp snemma upp úr kassanum og hefjast handa við að koma jólaljósunum fyrir á húsum sínum. Fyrstur í ár er […]
Atli Gíslason þingmaður á fundi á Kaffi María á fimmtudagskvöld

Fimmtudaginn 8.nóv. nk. kl. 20 heldur Vinstrihreyfingin- gr��nt framboð opinn fund á Kaffi María uppi. Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi mætir á fundinn og ræðir við fundargesti um landsmálin og áherslur Vinstri grænna á Alþingi. Flokkurinn lagði í byrjun þings í haust fram fjölda mála sem snerta nánast alla þætti þjóðlífsins og verður […]
Foreldrar hittist og ræði málin

Reynsla okkar hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra er sú að úti í þjóðfélaginu sé stærsti hluti foreldra fylgjandi því að halda vel utan um börnin sín, veiti þeim hlýju og sýni þeim virðingu. Ef foreldrar hittast og tala saman eru meiri líkur á því að þeir standi saman um mikilvæg uppeldisleg atriði. Þannig […]
Háskólinn á Bifröst opnar útibú í Vestmannaeyjum
Háskólinn á Bifröst opnar í dag útibú í Vestmannaeyjum. Segir skólinn, að tilgangur útibúsins sé að veita Vestmannaeyingum upplýsingar um námsframboð Háskólans á Bifröst í styttri námsleiðum, frumgreinadeild, grunnnámi í háskóla, meistaranámi og á sviði símenntunar og endurmenntunar, bæði í staðnámi og fjarnámi auk annarra upplýsinga um starfsemi Háskólans á Bifröst. Háskólinn á Bifröst og […]
Bærinn og VSV í samstarf vegna útboðs á rekstri ferju

Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin hf. hafa komist að samkomulagi um þátttöku í forvali vegna útboðs á rekstri ferju, sem sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar (við Bakkafjöru). Aðilar eru sammála um að sú breyting sem felst í tíðum og öruggum 30 mínútna ferðum milli Vestmannaeyja og hafnar í Landeyjum beri með sér mikil sóknarfæri fyrir Vestmannaeyjar, […]
Góður árangur hjá 8.flokki ÍBV í körfubolta.

Um síðustu helgi keppti 8.flokkur ÍBV í körfubolta í Seljaskóla og keppti liðið í b riðli. Unni strákarnir 2 leiki og töpuð 2 leikjum. ÍBV sigraði lið Breiðabliks og Hauka en töpuðu fyrir ÍR og Grindavík. Tómar Orri Tómasson skoraði 46 stig yfir helgina og var stigahæstur í liði sínu en allir strákarnir náði að […]
Börn sjóveik eftir fimleikamót

Sjóveiki setti endapunktinn á Íslandsmótið í fimleikum sem haldið var í Vestmannaeyjum um helgina. Mikill öldugangur og veltingur var um borð í Herjólfi á leið í land með rúmlega þrjú hundruð börn á aldrinum tíu til tólf ára á sunnudagskvöld.Svo mikill var veltingurinn að farþegar þurftu að hvílast og safna orku í nokkra stund eftir […]
Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglunni í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina enda nokkur fjöldi fólks að skemmta sér. Lögreglan aðstoðaði m.a. fólk til síns heima sem átti erfitt með gang sökum ölvunarástands. Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar en hún átti sér stað á veitingastaðnum Prófastinum. Þarna höfðu orðið […]
Fallegar næturmyndir frá Didda Vídó

Ljósmyndari www.eyjar.net Diddi Vídó tók nokkrar fallegar nætur myndir á miðvikudaginn var. Eyjarnar skarta sínu fegursta á þessum myndum og greinilegt að fegurðin sem einkennir Vestmannaeyjar er ekki síðri að næturlagi. Ef að þú hefur einhverjar skemmtilegar myndir ekki hika við að senda þær á eyjar@eyjar.net Myndirnar má sjá hér (meira…)
Ég vona bara að ég eigi eftir að geta búið í eyjum þegar ég verð kominn með fjölskyldu.

www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja. Að þessu sinni heyrðum við í Sæþóri Ágústssyni en Sæþór er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Nafn: Sæþór Ágústsson (1979) Fjölskylduhagir: Barnlaus og ókvæntur. Atvinna og […]