Viðutan vínvargur
7. nóvember, 2007

Andri Eyvindsson, einn af þremur meðleigjendum mínum, getur stundum verið svolítið utan við sig. “Stundum” og “svolítið” er reyndar vægt til orða tekið. Svo utan gáttar getur hann verið að hann er annálaður hvert sem hann fer fyrir viðutanmennsku og kæruleysi.Um helgina varð okkur gert skýrt grein fyrir því að áfengi gerir Andra heldur ekkert betur fyrir í þessum málum. Eftir kennderí laugardagskvöldsins tókst drengnum að læsa okkur úti um hámiðja nótt, svo meðan hann svaf værum blundi upp í herbergi sínu á þriðju hæð – nota bene, með slökkt á símanum sínum – stóðum við hin frammi fyrir harðlæstu húsi, bæði að framan og aftan. Og það sem meira er, hann hefði hæglega getað kveikt í húsinu í leiðinni.

Þannig er að þessa stundina eru foreldrar hans Kára í heimsókn hérna hjá okkur, auk Sigurbjargar systur hans og vinkonu hennar, Eyglóar. Eins og venjan er þegar maður fær gesti, þá lyftir maður sér auðvitað upp og kíkir í bæinn. Andri og Viktor voru reyndar að spila fótboltaleik á laugardaginn og skelltu sér á lífið með liðsfélögum sínum eftir leikinn. Svo við hin skelltum okkur niður í bæ, hittum nokkra skólafélaga og skemmtum okkur prýðilega. Við reyndum hvað við gátum að hafa uppi á þeim peyjunum, en það bar lítinn árangur; allir á sitthvorum staðnum í borginni og menn orðnir það kenndir flestir hverjir að það var erfitt að mæla sér móts. En við sem héldum hópinn skemmtum okkur mjög vel og vorum ekki að skríða heim fyrr en um sex/hálfsjöleitið um morguninn.

En þá komum við að öllu harðlæstu. Hliðið í bakgarðinum var meira að segja læst, sem það er yfirleitt aldrei nema við förum eitthvað í lengri ferðalög og skiljum húsið eftir autt í einhverja daga. Ég sá að það var líka búið að draga öryggisskerminn fyrir bakdyrnar, svo ekki kæmist ég þangað inn þótt ég væri með lyklana á mér. Ég snéri mér því næst að framdyrunum, en þar var auðvitað læst líka og búið að skilja annan lykil eftir í skráargatinu að innanverðu, svo ég gat ekki notað minn lykil utan frá. Frábært!

Nú var ég farinn að halda að þetta væri eitthvað djók í Andra og Viktori, að þeir hefðu komið heim og þótt rosa fyndið að læsa okkur hin úti. Við reyndum hvað við gátum að hringja í Andra og Viktor, en síminn hans Andra var auðvitað ekki virkur og Viktor svaf eins og rotaður selur. Kári prílaði meira að segja upp þakrennuna fyrir utan húsið hjá okkur og reyndi að vekja Viktor (sem sefur á annarri hæð) með því að banka á gluggann hjá honum. En allt kom fyrir ekki.

Það endaði með því að við hringdum í hana Eygló, sem hafði farið heim langt á undan okkur og hún kom niður og opnaði fyrir okkur. En ég var ennþá með það fast í hausnum að þeir strákarnir hefðu læst okkur úti til að stríða okkur og ég var orðinn alveg foxillur. En ég fór bara beint að sofa, beit fast í koddann minn og ákvað að vera ekkert að vekja neinn eða draga neinn til saka strax, sérstaklega ekki í því ástandi sem ég var.

Sagan kom síðan öll upp á yfirborðið í dag (við spjölluðum lítið um þetta í gær einhverra hluta vegna). Andri hafði komið heim á undan öllum og hélt að allir væru komnir heim og farnir að sofa (hann var samt ekkert að tékka á því). Hann læsir öllum hurðum og gerir sig kláran fyrir svefninn, en ákveður að hita sér pizzu í ofninum svo hann þurfi ekki að fara að sofa svangur. Í því kemur Viktor klifrandi yfir læsta hliðið og bankar á bakhurðina. Hann skammar Andra og segir að það sé eins gott að hann gleymi heldur ekki að slökkva á ofninum svo hann brenni nú ekki niður húsið í þessu ölæði! Viktor fer að sofa og skilur Andra eftir einan niðri, sem tekur svo upp á því að læsa öllu saman aftur og dregur í leiðinni öryggisskerminn fyrir afturhurðina svo það komist nú alveg örugglega enginn inn!

Og síðan komum við hin heim og auðvitað allt læst. En hann var heppinn, drengurinn (og við öll hin vissulega), að muna efitr því að slökkva á ofninum! Hann sagðist líka virkilega hafa lagt sig fram við að muna eftir því eftir ræðuna sem hann fékk frá Viktori.

Andri Hugo bloggar á www.andrihugo.com

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst