Vill byggja parhús í Dverghamri

parhus_dverghamar_24_tolvumynd

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í byrjun vikunnar umsókn um byggingarleyfi á Dverghamri 27-29. Fram kemur í fundargerð ráðsins að borist hafi umsókn frá lóðarhafa Dverghamri 27-29. Þar sækir Gísli Ingi Gunnarsson f.h. Fundur Fasteignafélag ehf. um byggingarleyfi fyrir parhúsi, í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs […]

Sjómannsfrúr kröftugustu konurnar

Eyjafréttir ræddu við nokkrar sjómannskonur og er Kristín Hartmannsdóttir ein þeirra. Atvinna? Er gæða- og verkefnastjóri hjá Laxey. Fjölskylda? Guðni , Edda Björk  og Hólmfríður Eldey . Hversu lengi hefur þú verið sjómannsfrú? Guðni var á sjó á sumrin þegar hann var í Vélskólanum. Svo fór hann aðeins í kælibransann þegar við bjuggum í Reykjavík. Þegar við komum […]

Þór kominn með skútuna til Eyja

DSC_4460

Björg­un­ar­skipið Þór kom til hafnar laust fyrir klukkan 10 í kvöld í Vestmannaeyjahöfn með erlenda skútu í togi. Skútan var löskuð eftir að hafa lent í óveðri djúpt suður af landinu. Bæði hafði segl skút­unn­ar rifnað og fékk skút­an tóg í skrúf­una. Þá var eldsneyt­is­magnið um borð af svo skorn­um skammti að fólkið gerði ekki […]

Sláandi niðurstöður

Tryggvi 222+

„Ég er búinn að bíða og vona í 6 ár. Á morgun, fimmtudag, munu menntamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason og háskólamálaráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynna um afrakstur af umfangsmikilli úttekt á stöðu drengja og tillögur í átt að bjartri framtíð drengja í íslensku menntakerfi,“ segir Tryggvi Hjaltason á Facebooksíðu sinni um kynningarfund um stöðu drengja í íslenska menntakerfinu á morgun, fimmtudag […]

Tvö verkefni í Eyjum hljóta styrk úr Lóu

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Lóu – nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. Í ár hljóta 27 verkefni styrk alls fyrir tæplega 139 milljónir króna. Nýsköpunarverkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og dreifast um landið allt. Í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu segir að styrkjum úr Lóu sé […]

Töfrar Jóhönnu Guðrúnar

Johanna_gudr_cr

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt Fjallabræðrum. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Í ár eru 150 ár liðin frá því að fyrsta Þjóðhátíðin var haldin í Eyjum og ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Hlusta má á lagið í spilaranum hér að […]

Veglegur styrkur í rauðátu-verkefnið

raudatu_leidangur_24_ads_cr

Bjarkey Gunnarsdóttir Olsen matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hljóta 46 verkefni styrk en 198 umsóknir bárust til sjóðsins. „Matvælasjóður spilar lykilhlutverk til að frjóar hugmyndir og lífvænleg verkefni í matvælaframleiðslu og -vinnslu nái að dafna og vaxa“ segir matvælaráðherra. „Það er jafnframt gleðiefni að sjá að úthlutanir dreifast nokkuð jafnt á […]

Fríin nýtt með fjölskyldunni

Sandra Dís Sigurðardóttir er ein sjómannskvenna sem Eyjafréttir ræddu við í Sjómannadagsblaðinu. Aldur? 28 ára. Atvinna? Er að útskrifast með Bsc í iðjuþjálfunarfræði núna í júní og fer síðan í starfsréttindanámið í haust til að geta starfað sem iðjuþjálfi. Byrjaði í febrúar 2024 að vinna aðeins með náminu á Bjarginu dagdvöl. Fjölskylda? Halldór Friðrik Alfreðsson 27 ára […]

Þrjú útköll það sem af er degi

Þyrla_TF-EIR_IMG_1089_tms

Dagurinn hefur verið annasamur hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur þrívegis verið kölluð út, það sem af er degi. Frá þessu er greint í færslu á facebook-síðu Landhelgisgæslunnar. Veikindi um borð í bresku rannsóknarskipi Í gærkvöld hafði skipstjóri á bresku rannsóknarskipi samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna veikinda um borð. Skipið var þá statt um 300 sjómílur […]

Flutningurinn gekk vel

20240530_141128

Í síðustu viku átti sér stað fyrsti flutningur milli RAS kerfa innan seiðastöðvar Laxeyjar þegar fyrsti skammturinn var færður frá RAS 1 yfir í RAS 2. Fram kemur í facebook-færslu fyrirtækisins að mikil undirbúningur hafi verið búinn að eiga sér stað til að tryggja að flutningurinn myndu ganga sem best. „Flutningur milli RAS kerfa er […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.