Björgunarskipið Þór kom til hafnar laust fyrir klukkan 10 í kvöld í Vestmannaeyjahöfn með erlenda skútu í togi. Skútan var löskuð eftir að hafa lent í óveðri djúpt suður af landinu.
Bæði hafði segl skútunnar rifnað og fékk skútan tóg í skrúfuna. Þá var eldsneytismagnið um borð af svo skornum skammti að fólkið gerði ekki ráð fyrir að ná til Vestmannaeyja með vélarafli.
Tólf manns eru í áhöfn skútunnar en engin alvarleg meiðsl urðu á fólki. Útkallið tók um 22 klukkustundir, en það kom um miðnætti og var Þór farinn af stað skömmu síðar.
Myndband Halldórs B. Halldórssonar og myndir Óskars Péturs Friðrikssonar frá komu Þórs og skútunnar má sjá hér að neðan.
https://eyjar.net/thor-adstodar-skutu/
https://eyjar.net/thrju-utkoll-thad-sem-af-er-degi/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst