Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í byrjun vikunnar umsókn um byggingarleyfi á Dverghamri 27-29.
Fram kemur í fundargerð ráðsins að borist hafi umsókn frá lóðarhafa Dverghamri 27-29. Þar sækir Gísli Ingi Gunnarsson f.h. Fundur Fasteignafélag ehf. um byggingarleyfi fyrir parhúsi, í samræmi við framlögð gögn. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsráðs af 49. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
Í afgreiðslu ráðsins var skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna erindið í samræmi við skipulagslög.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst