Lundaorðan

Það var gaman að fá viðbrögð við Bakkafjörupistlinum og kom mikið gott úr þessari umræðu. Einhverjir snéru við blaðinu og eru nú fylgjandi Bakkafjöru og hef ég sjálfur séð smá ljósatýru með Bakkafjöru eftir þessa umræðu. Þetta var akkúrat það sem ég vildi að það skapaðist umræða um málið og að litið sé á allar […]
Guðbjörg með 6 mörk fyrir Fox í Frederikshavn

Danska handknattleiksliðið Frederikshavn Fox, sem Guðbjörg Guðmannsdóttir leikur með, vann norska liðið Nordstrand 31-21 í vináttuleik í Frederikshavn í gær.Guðbjörg skoraði 6 mörk í leiknum .Fox mætir FCK í dönsku bikarkeppninni um næstu helgi (meira…)
Baugur styrkir markaðsetningu á Vestmannaeyjum.

Á mánudaginn úthlutaði Baugur Group 38.4 milljónur úr Styrktarsjóði Baugs Group. Styrktarsjóður Baugs Groups HF er ætlað það hlutverk að styðja margvísleg líknar- og velferðarmál auk menningar- og listalíf. Í þetta sinn voru það 45 aðilar sem fengu úthlutað úr sjóðnum. 24seven ehf fékk úthlutað 250.000 kr til uppbyggingar á menningar- og ferðamálavef um Vestmannaeyjar […]
Fáir samþykktu tilboð Eyjamanna
Eigendur einungis 0,01 prósents hlutafjár samþykktu yfirtökutilboð Eyjamanna ehf. í Vinnslustöðina. Tilboðið, sem hljóðaði upp á 4,6 krónur á hlut, rann út á mánudaginn og hafði þá verið í gildi frá 13. maí. Tilkynning er væntanleg í dag um niðurstöðu tilboðs Stillu ehf. í Vinnslustöðina. Stillumenn buðu á 8,3 krónur á hlut sem var 85 […]
Gunnar Heiðar skoraði á móti Kanada

Íslenska karlalandsliðið spilaði í kvöld æfingaleik á móti Kanadamönnum á Laugardalsvelli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en mark Íslands skoraði eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson á 65 mínútu leiksins. Hermann Hreiðarsson bar fyrirliðabandið í leiknum og stjórnuðu Hermann og Ívar Ingimarsson vörn Íslands í þessum leik. Landslið Kanada komst ekki í mörg færi í leiknum en […]
Byggjum barnvænar Eyjar

Eyjar.net heldur áfram að heyra í valinkunnum Eyjamönnum varðandi hvaða möguleika þeir sjá í stöðunni með söluhagnaðinn af Hitaveitu Suðurnesja. Að þessu sinni heyrðum við í Eygló Harðardóttur varaþingmanni Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og fengum að heyra hvaða hugmyndir hún hefur varðandi söluhagnað HS. Spurningin er sú sama: Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til að gert yrði […]
Reykvískir afturhalds-Sjallar

Ég verð að viðurkenna það að ég skammast mín fyrir samflokksmenn mína í borgarstjórn Reykjavíkur þessa dagana. Maður hefði ekki að óreyndu trúað því að Sjálfstæðismenn myndu haga sér svona þegar þeir kæmust til valda. Það virðist sem þeirra helsta markmið sé að færa borgina aftur um þau fáu framfara skref sem stigin voru á […]
Breytingar á bókunarreglum Herjólfs

Á bæjarráðsfundi í gær var tekið fyrir minnisblað frá Eimskip rekstraraðila Herjólfs varðandi breytingar á bókunarreglum Herjólfs. Breytingarnar fela það í sér að miðar með Herjólfi verða ekki endurkræfir tveimur sólarhringum fyrir brottför. Bæjarráð samþykkti breytinguna með þeirri breytingu að miðað sé við að afpanta þurfi fyrir lokun á afgreiðslu Herjólfs. Ástæða þess að Eimskip […]
Gunnar Heiðar og Hermann í byrjunarliði Íslands í kvöld

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Hermann Hreiðarsson eru byrjunarliði Íslands í kvöld þegar landsliðið mætir Kanadamönnum á Laugardalsvelli klukkan 18:05.Ívar Ingimarsson fyrrverandi leikmaður ÍBV er einnig í byrjunarliðinu. Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa haldið því fram að Gunnar Heiðar sé á leiðinni frá Hannover 96 yfir í sænska boltann, en Gunnar Heiðar spilaði frábærlega fyrir Halmstad […]
Fréttatilkynning frá Hitaveitu Suðurnesja

Undanfarið hefur staðið yfir undirbúningur að spennubreytingu raforkukerfisins í Eyjum úr 6,3 kV kerfi í 11 kV kerfi. Raunar hefur undirbúningur staðið yfir í nokkur ár því við kaup á nýjum spennum hefur þess verið gætt að hægt væri, með lítilli fyrirhöfn, að breyta þeim úr 6,3 í 11 kV. Einnig hafa verið lagðir nýir […]