Sárast að missa uppáhaldshænuna

Þeim Gíslínu Magnúsdóttur og Gísla Óskarssyni, frístundabændum í Vestmannaeyjum, var illa brugðið þegar þau fóru að athuga með búfénað sinn á fimmtudagskvöld. Hundur hafði komist í hænurnar þeirra og drepið fimm. „Þetta var ekki skemmtileg aðkoma og sorglegt að sjá þær liggja þarna eins og hráviði út um allt,” segir Gíslína. Fyrst rákust þau hjónin […]
Gunnar Heiðar til Svíþjóðar?

Sænskir fjölmiðlar fullyrtu í gær að íslenski landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson væri undir smásjá Sigurðar Jónssonar þjálfara og félaga hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Djurgården Á fimmtudag lét aðstoðarþjálfari liðsins, Paul Lindholm, hafa eftir sér að Djurgården vantaði vissulega öflugan markaskorara, en hann vildi þó ekkert gefa upp um það hvort sá markaskorari væri Gunnar Heiðar. Christian […]
Leiknismenn unnu í Eyjum – Grindavík aftur á toppinn

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindvíkingar unnu nágrannaslaginn við Njarðvík, 1:0, með marki Paul McShane úr vítaspyrnu, og endurheimtu þar með efsta sæti deildarinnar frá Þrótturum, sem þangað komust síðastliðinn miðvikudag. Gestur Gylfason, leikmaður Njarðvíkur, fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.Leiknir úr Reykjavík gerði góða ferð […]
Skólastarf að hefjast.

Skólastarf er að hefjast innan fárra daga. Miklar breytingar hafa verið í farvatninu og mikið og spennandi starf er framundan. Grunnskóla Vestmannaeyja hefur nú verið aldursskipt. Yngri nemendur eiga að mæta til skólasetningar 23. ágúst n.k. í Hamarsskóla sem verður aðsetur fyrir 1. – 5. bekk. Kennsla hefst hjá þeim föstudaginn 24. ágúst. Eldri nemendur […]
Rokkaðu á Austurvelli með séra Óla Jóa

Á morgun laugardag mun yngsti prestur landsins séra Ólafur Jóhann Borgþórsson messa á Austurvelli klukkan 20:00 en þá hefst Rokkmessa að hætti Guðs manna. Rokkmessan tengist dagskrá á Austurvelli á menningarnótt þar sem ungt fólk innan Þjóðkirkjunnar verður áberandi. Rokkmessan er samstarfsverkefni Miðborgarstarfs Dómkirkjunnar, ÆSKR. Í messunni leiðir hljómsveit KSS tónlistina, kristilegi stepphópurinn ICE-STEP úr […]
Ekki dæma Britney …

Ríkt og frægt fólk verður líka óhamingjusamt, á í vandræðum með áfengi, skilur við maka sína, verður þunglynt, o.s.frv., alveg eins og við hin sem erum hvorki fræg né rík. Það er ekkert sjálfsagt eða allt í lagi að hneykslast á ríka og fræga fólkinu og sýna því fyrirlitningu af þeirri einu ástæðu að það […]
Bæjarstjórnin á að nota allan ágóðan í að lækka skuldir og á sama tíma lækka útsvar á bæjarbúa.

Eyjar.net heldur áfram að heyra í valinkunnum Eyjamönnum varðandi hvaða möguleika þeir sjá í stöðunni með söluhagnaðinn af Hitaveitu Suðurnesja. Að þessu sinni heyrðum við í Örvari Guðna Arnarssyni viðskiptafræðingi og starfsmanni Glitnis og fengum að heyra hvað hann leggur til. Spurningin er sú sama og áður: Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til […]
1 deild: Hvað gerist í kvöld?

Eftir sigur í síðasta leik gegn Stjörnunni komust Eyjapeyjar tímabundið upp fyrir Fjölni í þriðja sæti en eftir sigur Fjölnis á Leikni og svo sigur Fjarðabyggðar á Reyni þá féll liðið aftur í fimmta sætið. Fimmta sætið hefur verið hlutskipti ÍBV liðsins í mestallt sumar en verði það niðurstaðan er ljóst að það skilar liðinu […]
Eyjapeyi á stórtónleikum á Laugardalsvelli í kvöld.

Í kvöld verða afmælistónleikar KB Banka á Laugardalsvelli og hafa þeir KB Banka menn fengið Einar Bárðarson til að skipuleggja veisluna. Einar hefur fengið til sín stóran hóp tónlistarmanna og má búast við troðfullum Laugardalsvelli í kvöld. Á þessum tónleikum mun sönghópurinn Luxor koma í fyrsta skiptið fram og syngja opinberlega. Einn meðlima Luxor er Rúnar Kristinn Rúnarsson eyjapeyi […]
Eygló Harðardóttir býður sig fram til formanns LFK

Laugardaginn 18.ágúst verður haldið landsþing Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) og mun núverandi formaður Bryndís Bjarnadóttir ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Eygló Harðardóttir hefur ákveðið að sækjast eftir formennsku í LFK í kjölfar ákvörðunar Bryndísar. Eygló hefur tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins síðustu ár og skipaði Eygló 4.sætið á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi við […]