Hjalti Kristjánsson skipti sjálfum sér inn á

Lið KFS hefur spilað í 3.deild í sumar og sitja í 3.sæti A riðils með 20 stig. Hjalti Kristjánsson hefur verið þjálfari KFS frá sameiningu og í gærkvöldi skipti hann sjálfum sér inn á þegar markmaður KFS meiddist. Að mati Hjalta er stærsta vandamál fótboltans í eyjum er aðstöðuleysið og saknar hann þess að hafa […]

Reykjavíkur maraþonið

Nú hef ég ákveðið að taka þátt í Reykjavíkur maraþoninu í ár sem fram fer n.k. laugardag. Já ég held það sé kominn tími til að maður spretti úr spori. Reyndar ætla ég að fara 10 km en kannski tekur maður hálfmaraþon (21km) næst 😉 En það skemmir svo sem ekki fyrir að hægt er […]

Liðstyrkur í handboltalið ÍBV fyrir komandi tímabil.

Þorgils Orri Jónsson markvörður hefur ákveðið að spila á ný með ÍBV eftir að hafa spilað með ÍR síðasta vetur. Þorgils er að jafna sig af meiðslum og er gert ráð fyrir því að hann byrji að spila í nóvember. Hann mun í vetur æfa með Valsmönnum í Reykjavík en hann er við nám í […]

Unnið að mati á tilnefningu Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO

Chris Wood, fulltrúi Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN), er nú staddur hér á landi vegna tilnefningar Surtseyjar á Heimsminjaskrá UNESCO. IUCN gegna því hlutverki að leggja mat á umsóknir og verndun náttúruminja sem tilnefndar eru á heimsminjaskrána. Chris Wood fór til Surtseyjar í gær í fylgd fulltrúa umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Frá Surtsey var […]

Hermann Hreiðars og Gunnar Heiðar valdir í landsliðið

Eyjamennirnir Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson voru í dag valdir í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 22.ágúst. Hermann er byrjaður að leika með Portsmoth og spilaði hann sinn fyrsta leik í enska boltanum um síðustu helgi og lagði Hermann upp annað mark sinna manna sem gerðu 2-2 jafntefli við Derby.Gunnar Heiðar […]

Fimm skip til Eyja á rúmu ári

Uppbygging skipaflota Vestmannaeyinga fyrir milljarða króna stendur nú sem hæst. Í gærkvöldi bættist nýtt skip Bergey VE 544 við í flotann Bergey er fjórða skipið sem bætist við Eyjaflotann á rúmu ári og er að minnsta kosti eitt skip enn væntanlegt fljótlega. Það er útgerðarfyrirtækið Bergur Huginn í eigu Magnúsar Kristinssonar sem kaupir skipið hingað […]

Samgöngur við Eyjar

Í júní á síðasta ári skilaði starfshópur þáverandi samgönguráðherra skýrslu um samgöngur til Vestmannaeyja. Starfshópurinn gerði að tillögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Starfshópnum var meðal annars falið að gera úttekt á möguleikanum á því að gera jarðgöng til Vestmannaeyja. Hópurinn komst að þessari niðurstöðu varðandi jarðgöng:Raunhæfar kostnaðartölur, […]

Topp Þjóðhátíð

Nú er akkúrat vika liðin síðan ég lá upp í rúmi, á mánudagseftir-miðdegi, sofandi úr mér þynnkuna eftir hreint stórkostlega Þjóðhátíð. Þjóðhátíðin 2007 fer í bækurnar sem ein sú albesta; fer inn á topp 3 listann með hátíðunum 1998 og 2004, en ég geri ekki upp á milli þeirra. Það er bara ekkert út á […]

Stórskipahöfn ræðst af atvinnuuppbyggingu

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir gerð stórskipahafnar í Þorlákshöfn ráðast af atvinnuuppbyggingu þar. Gerð Bakkafjöruhafnar sé önnur framkvæmd og varði samgöngur við Vestmannaeyjar. Hann kveðst treysta sérfræðingum Siglingastofnunar til að meta öryggi Bakkafjöruhafnar Bæjarstjórnin í Ölfusi hefur skrifað forsætisráðherra bréf, með áskorun á ríkisstjórnina að stækka höfnina í Þorlákshöfn þannig að […]

Nýtt skip í flota eyjamanna

Bergey VE 544 kom til heimahafnar í dag eftir siglingu frá Póllandi þar sem skipið var smíðað fyrir útgerðarfyrirtækið Bergur Huginn ehf. Fyrr á þessu ári fékk Bergur Huginn Vestmannaey VE 444 og í lok þessa árs kemur nýr Dala-Rafn frá sömu skipastöð í Póllandi. Fjöldi gesta fylgdist komu Bergeyjar VE til Vestmannaey sem sigldi inn í Vestmannaeyjahöfn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.