Nú hef ég ákveðið að taka þátt í Reykjavíkur maraþoninu í ár sem fram fer n.k. laugardag. Já ég held það sé kominn tími til að maður spretti úr spori. Reyndar ætla ég að fara 10 km en kannski tekur maður hálfmaraþon (21km) næst 😉 En það skemmir svo sem ekki fyrir að hægt er að hlaupa fyrir gott málefni þ.e. eins og í mínu tilfelli ætlar Microsoft að borga 1.000 kr. fyrir hvern km sem ég hleyp ! Einnig ef viðkomandi er í viðskiptum við Glitni þá greiða þeir 500 kr. á hvernig km ! Þannig að ég safna allavega 10.000 kr. sem er ekki alslæmt fyrir góðan málstað. Ég er búinn að skrá mig og það verða vinir mínir í Íþróttafélaginu Ægir í Vestmannaeyjum sem fær upphæðina frá mér. Já en ég vil engu að síður benda vinum mínum á, sem lesa þetta blogg, að hægt er að heita á hlaupara líka þ.e. ef þú vilt þá getur þú heitið á mig t.d. og þá fær Íþróttafélagið Ægir þá upphæð líka ! Ekki væri það verra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst