Fullt hús á Nýdönsk

DSC_2474

Gríðarleg stemning var á tónleikum hjá Nýdönsk í Höllinni í gærkvöldi. Fleiri hundruð manns mættu til að hlýða á þetta fornfræga band sem starfað hefur óslitið síðan 1987. Þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafs, Stefán Hjörleifs og Óli Hólm hafa greinilega engu gleymt og fluttu þeir sitt besta efni frá ferlinum í gær. Ljósmyndari […]

Sjómannafjör í dag

DSC_7765

Dagskrá sjómannadagshátíðarinnar heldur áfram í dag. Hefst dagurinn á dorgveiðikeppni, og í kjölfarið er sjómannafjör á Vigtartorgi. Alla dagskrá dagsins má sjá hér að neðan. Laugardagur 11.00 Dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar og fleira. 13.00 Sjómannafjör á Vigtartorgi Séra Viðar blessar daginn. Kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, foosball […]

ÍBV tekur á móti Fjölni

Hemmi_hr

Fimmtu umferð Lengjudeildar karla lýkur í dag þegar tveir síðustu leikir umferðarinnar verða leiknir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Fjölni. ÍBV í sjötta sæti með 5 stig, á meðan Fjölnir er með 10 stig í öðru sæti deildarinnar. Upphitun hefst klukkutíma fyrir leik, segir í færslu á facebook-síðu ÍBV. Leikir dagsins hefjast báðir kl. […]

Fasteignamat hækkar í Eyjum

hus_midbaer_bo

HMS hefur kynnt fasteignamat fyrir árið 2025, en samkvæmt því hækkar heildarmat fasteigna um 4,3% frá núverandi mati og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2,1% á milli ára, en hækkunin er 6,6% á landsbyggðinni. Ef Vestmannaeyjar eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós að fasteignamatið á sérbýli hækkar á milli ára […]

Fimm verkefni hlutu styrk

Samningar vegna styrkja úr þróunarsjóði leik-, grunn- og tónlistarskóla voru undirritaðir þann 23. maí sl. í Einarsstofu. Fram kemur í fundargerð fræðsluráðs að markmiðið með þróunarsjóði leik-, grunn- og tónlistarskóla sé að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í skólunum. Fimm verkefni hlutu styrk úr þróunarsjóðunum þetta árið og eru þau eftirfarandi: – Heimasíða fyrir heimilisfræði […]

Heiðruðu Árna með músík

Hópur tónlistarfólks kom saman í Alþýðuhúsinu í gærkvöldi og minntust Árna Johnsen með tónleikum sem hann hóf á sínum tíma, svokallað sjómannakvöld. Margir úr hópi tónlistarfólks sem hefur tekið þátt í þessari uppákomu Árna í gegnum tíðina vildu heiðra Árna með því að halda uppteknum hætti, sagði Sigurmundur Gísli Einarsson einn af skipuleggjendum viðburðarins. Óskar […]

Þessi verkefni hlutu styrki

Í gær var greint frá því að úthlutað hafi verið úr verkefninu “Viltu hafa áhrif?”. Hér að neðan má sjá hvaða verkefni fengu styrki, en  alls bárust 30 umsóknir auk fjölmargra ábendinga. Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ segir að verkefnin sem hlutu styrki séu fjölbreytt og spennandi. Óskar Vestmannaeyjabær öllum styrkþegum til hamingju. 1. Útilistasýning og […]

Rausnarleg gjöf Krabbavarnar

Krabbavörn Vestmannaeyja afhenti í dag rausnarlega gjöf til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Félagið hefur undanfarnar vikur unnið að endurbótum á dagdeild lyfjagjafar á stofnuninni. Gjöf félagsins telur tvo lyfjagjafastóla með eftirfarandi aukahlutum Lamp, IV pole Patient table og USB port ásamt lyfja dælum. Rafmagns skrifborð, skrifborðstól, móttökustól, fjögur teppi/yfirbreiðslur, tvö hitateppi fyrir axlir, tvo fótaverma, […]

„Vorum að fá allt að 500 kg á togtíma.“

Þekkingarsetur Vestmannaeyja rannsakar áfram veiðar og nýtingu á rauðátu, en setrið hefur staðið að rannsóknum á veiðum og vinnslu á rauðátu undanfarin ár. Verkefnið snýst um að kanna möguleika á veiðum og vinnslu á rauðátu við suðurströnd landsins. Þekkingarsetrið er með leyfi til veiða á 1.000 tonnum á rauðátu á ári. Fram að þessu hefur […]

Útskrift FÍV: Viðurkenningar og myndir

Líkt og greint var frá um helgina útskrifuðust 27 nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á laugardaginn sl. Við sama tækifæri voru veittar viðurkenningar til nemenda. Akademía ÍBV og FÍV. Ellert Scheving fyrir hönd ÍBV íþróttafélags veitti barmmerki félagsins þeim sem klárað hafa fjórar annir eða fleiri í akademíunni: Andrés Marel Sigurðsson – 4 annir Kristján […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.