Dagskrá sjómannadagshátíðarinnar heldur áfram í dag. Hefst dagurinn á dorgveiðikeppni, og í kjölfarið er sjómannafjör á Vigtartorgi. Alla dagskrá dagsins má sjá hér að neðan.
11.00 Dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju.
Vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar og fleira.
13.00 Sjómannafjör á Vigtartorgi
Séra Viðar blessar daginn. Kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, foosball völlur á staðnum, þurrkoddaslagur. Blaðrarinn mætir á svæðið. Hoppukastalar. ÍBV verður með poppkorn, Kjörís gefur ís og Bylgjuhraðlestin verður á svæðinu ásamt matarvögnum.
14-18 Myndlistasýning í Akóges
Viðar Breiðfjörð og Andrea Fáfnis Ólafs sína málverk sín í Akóges.
16.00 ÍBV-Fjölnir / Lengjudeild karla
Upphitun kl 15:00, grill og léttar veitingar.
20.00 Sjómannadagsball Vestmannaeyja
Glæsileg dagskrá og frábær matur frá Einsa kalda. Veislustjórar kvöldsins verða Auddi og Steindi. Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar verða með frábært tónlistaratriði. Eyjahjónin Kristín og Sæþór Vídó mæta. Kristó tekur nokkur lög. Þá mun ballband kvöldsins, Bandmenn, líta við á borðhaldið.
23.00 Dansleikur með Bandmönnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst