Getum ekki látið geðþótta ráða för

Í gær greindi Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri frá því að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og HS Veitur hefðu tekið ákvörðun um að höfða skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni vegna tjóns sem skip dótturfélags fyrirtækisins olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja sl. haust. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net – aðspurður um hvort deiluaðilar hafi […]
Eyjar eru Ísland á sterum

Á tímamótum eins og þessum er eðlilegt að líta yfir farinn veg og horfa til framtíðar. Eyjafréttir er miðill sem staðið hefur af sér stórsjó og áföll sem og fengið að blómstra og átt sitt blómaskeið. Það má samt segja að miðillinn hefði aldrei náð 50 ára aldri öðruvísi en að vera með Vestmannaeyjar þetta […]
Farþegum fjölgaði um 3%

Almenn umræða um samgöngumál var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Farið var yfir upplýsingar frá Herjólfi ohf. það sem af er ári, það er rekstur, fjölda farþega og verkefni framundan. Herjólfur flutti 68.094 farþega í mánuðinum sem leið og hefur fyrstu sex mánuði ársins flutt 181.702 farþega, sem er aukning um 3% frá […]
Sigurleif nýr umsjónarmaður Frístundar

Sigurleif Kristmannsdóttir hefur verið ráðin sem nýr umsjónarmaður Frístundar í GRV Hamarskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Sigurleif er menntuð sem tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur starfað í nokkur ár sem frístundaleiðbeinandi og aðstoðarforstöðumaður á frístundaheimili. Sigurleif hefur þegar hafið störf og sér um sumarfjörið í sumar þar sem mörg ævintýri bíða […]
Nóg um að vera í Safnahúsi

Í Safnahúsi Vestmannaeyja verður nóg um að vera í dag. Listakonan Þórunn Ólý Óskarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Heim klukkan 16:30. Strax í kjölfarið mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra opna sýningu á verkum Stórvals í Einarsstofu klukkan 17:00. Þórunn Ólý er fædd og uppalin á Sólhlíð 6. Dóttir Óskars á Sjöfninni og Ástu frá Hlíð. Hún sýnir […]
Setning Goslokahátíðar á myndbandi

Við sjáum nú myndband frá Halldóri B. Halldórssyni sem tekið var í gær á setningu Goslokahátíðar í Ráðhúslundi. (meira…)
Tvennir tónleikar á fimmtudegi Gosloka

Sýndar verða hinar ýmsu listir, spáð í spil og keppt í bjórbingó í dag, fimmtudaginn 4. júlí á Goslokahátíð. Fyrstu sýningarnar opna klukkan 10:00. Vinir og vandamenn Oddgeirs Kristjánssonar verða með tónleikana Í hjarta mínu á ég auð í Höllinni, og þá verða aðrir tónleikar í Eldheimum með Magnúsi R. Einarssyni og hljómsveit ásamt söngvurum. […]
Margmenni á setningu Goslokahátíðar

Það lá vel á bæjarbúum á setningu Goslokahátíðar í dag og var vel sótt í Ráðhúslund þó að sólin hafi látið sig vanta. „Ég hugsa alltaf til þessarar hátíðar með þakklæti. Þakklæti til þess hvernig hlutirnar æxluðust í þessu mikla áfalli, og þakklæti til þeirra sem komu hingað eftir gos og byggðu upp þessa yndislegu […]
Skráning í Söngvakeppni barna hefst á morgun

Opnað verður fyrir skráningar í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð á morgun, fimmtudaginn 4. júlí, klukkan 12:00. Fyrstir koma, fyrstir fá. Foreldrar þurfa að eiga Google (gmail) aðgang til þess að skrá börnin sín. Eldri hópur (2011-2015) https://forms.gle/3VPyyrwaafEb5Ph56 Yngri hópur (2016 og yngri) https://forms.gle/ZtphHxEBkWPvXqyM6 Mælst er til þess að lagaval sé miðað við það að hefðbundin […]
Bærinn í mál við Vinnslustöðina

Vestmannaeyjabær og HS veitur fara fram á fullar bætur, sem nema að minnsta kosti 1,5 milljörðum króna, vegna tjónsins sem varð á vatnslögn til Vestmannaeyja. Lögnin hafði skemmst þegar akkeri Hugins VE losnaði og festist í lögninni síðastliðinn Nóvember. Í samtali við RÚV segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, að bænum hafi verið í lófa […]