Fyllum Höllina af söng í kvöld

Eins og fram hefur komið halda Vinir og vandamenn þátttökutónleika í Höllinni í kvöld, þann 4. júlí og þar ætla þeir ekki aðeins að flytja eldri Eyjalög heldur verða einnig frumflutt tvö ný, sem bæði krefjast virkrar þátttöku áhorfenda. Það fyrra heitir, „Kappar þrír“ og er fjögurra erinda hetjukvæði eftir Leif Geir Hafsteinsson um þá […]

Getum ekki látið geðþótta ráða för

Í gær greindi Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri frá því að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og  HS Veitur hefðu tekið ákvörðun um að höfða skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni vegna tjóns sem skip dótturfélags fyrirtækisins olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja sl. haust. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net – aðspurður um hvort deiluaðilar hafi […]

Eyjar eru Ísland á sterum

Á tímamótum eins og þessum er eðlilegt að líta yfir farinn veg og horfa til framtíðar. Eyjafréttir er miðill sem staðið hefur af sér stórsjó og áföll sem og fengið að blómstra og átt sitt blómaskeið. Það má samt segja að miðillinn hefði aldrei náð 50 ára aldri öðruvísi en að vera með Vestmannaeyjar þetta […]

Farþegum fjölgaði um 3%

Almenn umræða um samgöngumál var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Farið var yfir upplýsingar frá Herjólfi ohf. það sem af er ári, það er rekstur, fjölda farþega og verkefni framundan. Herjólfur flutti 68.094 farþega í mánuðinum sem leið og hefur fyrstu sex mánuði ársins flutt 181.702 farþega, sem er aukning um 3% frá […]

Sigurleif nýr umsjónarmaður Frístundar

Sigurleif Kristmannsdóttir hefur verið ráðin sem nýr umsjónarmaður Frístundar í GRV Hamarskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Sigurleif er menntuð sem tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur starfað í nokkur ár sem frístundaleiðbeinandi og aðstoðarforstöðumaður á frístundaheimili. Sigurleif hefur þegar hafið störf og sér um sumarfjörið í sumar þar sem mörg ævintýri bíða […]

Nóg um að vera í Safnahúsi

Í Safnahúsi Vestmannaeyja verður nóg um að vera í dag. Listakonan Þórunn Ólý Óskarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Heim klukkan 16:30. Strax í kjölfarið mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra opna sýningu á verkum Stórvals í Einarsstofu klukkan 17:00.  Þórunn Ólý er fædd og uppalin á Sólhlíð 6. Dóttir Óskars á Sjöfninni og Ástu frá Hlíð. Hún sýnir […]

Tvennir tónleikar á fimmtudegi Gosloka

Sýndar verða hinar ýmsu listir, spáð í spil og keppt í bjórbingó í dag, fimmtudaginn 4. júlí á Goslokahátíð. Fyrstu sýningarnar opna klukkan 10:00. Vinir og vandamenn Oddgeirs Kristjánssonar verða með tónleikana Í hjarta mínu á ég auð í Höllinni, og þá verða aðrir tónleikar í Eldheimum með Magnúsi R. Einarssyni og hljómsveit ásamt söngvurum. […]

Margmenni á setningu Goslokahátíðar

Það lá vel á bæjarbúum á setningu Goslokahátíðar í dag og var vel sótt í Ráðhúslund þó að sólin hafi látið sig vanta. „Ég hugsa alltaf til þessarar hátíðar með þakklæti. Þakklæti til þess hvernig hlutirnar æxluðust í þessu mikla áfalli, og þakklæti til þeirra sem komu hingað eftir gos og byggðu upp þessa yndislegu […]

Skráning í Söngvakeppni barna hefst á morgun

Opnað verður fyrir skráningar í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð á morgun, fimmtudaginn 4. júlí, klukkan 12:00. Fyrstir koma, fyrstir fá. Foreldrar þurfa að eiga Google (gmail) aðgang til þess að skrá börnin sín. Eldri hópur (2011-2015) https://forms.gle/3VPyyrwaafEb5Ph56 Yngri hópur (2016 og yngri) https://forms.gle/ZtphHxEBkWPvXqyM6 Mælst er til þess að lagaval sé miðað við það að hefðbundin […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.