Í Safnahúsi Vestmannaeyja verður nóg um að vera í dag. Listakonan Þórunn Ólý Óskarsdóttir opnar myndlistarsýninguna Heim klukkan 16:30. Strax í kjölfarið mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra opna sýningu á verkum Stórvals í Einarsstofu klukkan 17:00.
Þórunn Ólý er fædd og uppalin á Sólhlíð 6. Dóttir Óskars á Sjöfninni og Ástu frá Hlíð. Hún sýnir verk sín sem voru unninn síðustu þrjú ár.
Í sumar eru 30 ár liðin frá því Stórval, Stefán Jónsson frá Möðrudal, andaðist.
Af því tilefni efna Listvinir Safnahúss til sýningar á úrvali verka hans, sem flestar eru úr einkaeigu bæjarbúa.
Á sýningaropnun mun Jói Listó minnast kynna sinna af listamanninum er hann kom til Eyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst