Miðbærinn iðaði af lífi á fimmtudegi gosloka í gær. Hátíðargestir höfðu í nógu að snúast að mæta á alla þá viðburði sem þeim stóðu til boða.
Í Einarsstofu var til sýningar úrval verka Stórvals, Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, sem lést fyrir 30 árum í sumar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, opnaði sýninguna og minntist Jói Listó kynna sinna af listamanninum frá er hann kom til Eyja.
Þá voru þrjár aðrar opnanir. Listakonan Þórunn Ólý Óskarsdóttir sýndi verk sín í Sagnheimum og Jóna Heiða Sigurlásdóttir í listrýminu Flakkaranum að Skólavegi 15a. Viðar Breiðfjörð var svo á sínum stað í GELP krónni en hann er einnig með myndlistasýninguna „Í lausu lofti“ í Súlnasalnum í Kúluhúsinu.
Blaðamaður og Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari komu víða við og smelltu af eftirfarandi myndum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst