Píanótónleikar

piano_tms_tonlist_2

Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar ætla halda tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30. Þar munu þær leika fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur Eyjamenn og gesti til að hlusta á þessa frábæru píanóleikara flytja okkur […]

Sótt um leyfi fyrir kerjahúsi, steypustöð, fjarskipta-mastri og einbýlishúsi

smidir_idnadarmenn_bygging

Fjögur mál voru á dagskrá afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar í liðinni viku. Tekið var fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Samúel Smári Hreggviðsson f.h. Laxey ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir sveltikerjahúsi, 2169,1m² að stærð. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið. Þá sótti Bragi Magnússon fyrir hönd lóðarhafa Viðlagafjöru 1, um stöðuleyfi fyrir steypustöð innan framkvæmdasvæðis í Viðlagafjöru, og var það […]

Leitað að páskaeggjum á skírdag

virki_skans_20210307

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum verður haldin á skírdag, 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)

Treysta þingmönnum til að fylgja kröfunum eftir

DSC_4961

Haldinn var íbúafundur um samgöngumál þann 13. mars síðastliðinn. Innviðaráðherra og vegamálastjóri fluttu erindi um stöðu samgangna við Vestmannaeyjar. Fram kom á fundinum að ríkisstyrkt flug er komið í útboðsferli og hefst það næsta vetur en það er til þriggja ára. Farið var yfir samgöngumálin á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Hugmynd að færa ós […]

212 milljónir í búningsklefa – leiðrétt

20220408_151134

Eyjar.net halda áfram að rýna nýjan ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023, til upplýsinga fyrir skattgreiðendur í Eyjum. Eignfærður kostnaður vegna búningsklefa við Hásteinsvöll á tímabilinu 2020-2023 nam 212 milljónum. Þar af var eignfært fyrir 30 milljónir á síðasta ári.** 170 þúsund á hverja fjölskyldu Í Vestmannaeyjum eru ríflega 3.000 einstaklingar á vinnualdri, þ.e. 18-70 ára. […]

Biðja um betri vinnubrögð

hugmynd_a_storskipakantur_brimneskant_250m_min

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn sl. óskaði minnihlutinn eftir umræðu um aðalskipulag Vestmannaeyja, og nýja reiti fyrir hafnarsvæði. Í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið segir að mikilvægt sé að ákvarðanir séu teknar af yfirvegun og í sátt við bæði atvinnulífið og náttúruna. Kynna þarf breytingar á aðalskipulagi af þessu tagi betur þannig að íbúar fái […]

Flugið boðið út næsta vetur

20240324_ernir_vey_l

Flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja yfir vetrarmánuðina desember til febrúarloka verður boðið út fyrir næsta vetur. Þess misskilning hefur gætt að halda ætti út ríkisstyrktu flugi á heilsársgrundvelli. Það hefur ekki staðið til en sú nýjung að styrkja flug yfir þessa vetrar mánuði hefur verið tekin. Þetta segir í tilkynningu frá Vegagerðinni, en í morgun […]

Ný stjórn kjörin hjá kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi kjördæmafélags Miðflokksins í Suðurkjördæmi laugardaginn 23. mars sl.. Formaður var kjörin Patience A. Karlsson, varaformaður Tómas Ellert Tómasson, gjaldkeri Guðrún Kr. Jóhannsdóttir. Aðrir stjórnarmenn Guðni Hjörleifsson og Friðrik Ólafsson. Varamenn Elís Anton Sigurðsson og Eggert Sigurbergsson. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa óskaði Sigmundur Davíð formaður flokksins nýjum formanni og nýrri stjórn […]

533 milljónir í slökkvistöðina

slokkvistod_2023_tms_c_min

Eyjar.net halda áfram að rýna nýjan ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023. Og munu halda því verkefni til streitu næstu daga.  Eignfærður kostnaður vegna nýju slökkvistöðvarinnar á tímabilinu 2019-2022 nam 533 milljónum. Verkefninu lauk árið 2022 og ekkert var eignfært á síðasta ári.  400 þúsund á hverja fjölskyldu Í Vestmannaeyjum eru ríflega 3.000 einstaklingar á vinnualdri, […]

Áætlunarflugi til Eyja lýkur í lok mars

Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við Mýflug/Flugfélagið Erni um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja verði ekki framlengdir. Félögin munu fljúga sitt síðasta flug til Húsavíkur þann  1. apríl nk. Ernir hóf áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012 og hefur félagið þannig haldið þessari loftbrú gangandi í tæp 12 á, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.