Píanótónleikar

Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar ætla halda tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30. Þar munu þær leika fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur Eyjamenn og gesti til að hlusta á þessa frábæru píanóleikara flytja okkur […]
Sótt um leyfi fyrir kerjahúsi, steypustöð, fjarskipta-mastri og einbýlishúsi

Fjögur mál voru á dagskrá afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar í liðinni viku. Tekið var fyrir erindi lóðarhafa Viðlagafjöru 1. Samúel Smári Hreggviðsson f.h. Laxey ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir sveltikerjahúsi, 2169,1m² að stærð. Byggingarfulltrúi samþykkti erindið. Þá sótti Bragi Magnússon fyrir hönd lóðarhafa Viðlagafjöru 1, um stöðuleyfi fyrir steypustöð innan framkvæmdasvæðis í Viðlagafjöru, og var það […]
Leitað að páskaeggjum á skírdag

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum verður haldin á skírdag, 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)
Treysta þingmönnum til að fylgja kröfunum eftir

Haldinn var íbúafundur um samgöngumál þann 13. mars síðastliðinn. Innviðaráðherra og vegamálastjóri fluttu erindi um stöðu samgangna við Vestmannaeyjar. Fram kom á fundinum að ríkisstyrkt flug er komið í útboðsferli og hefst það næsta vetur en það er til þriggja ára. Farið var yfir samgöngumálin á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Hugmynd að færa ós […]
212 milljónir í búningsklefa – leiðrétt

Eyjar.net halda áfram að rýna nýjan ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023, til upplýsinga fyrir skattgreiðendur í Eyjum. Eignfærður kostnaður vegna búningsklefa við Hásteinsvöll á tímabilinu 2020-2023 nam 212 milljónum. Þar af var eignfært fyrir 30 milljónir á síðasta ári.** 170 þúsund á hverja fjölskyldu Í Vestmannaeyjum eru ríflega 3.000 einstaklingar á vinnualdri, þ.e. 18-70 ára. […]
Biðja um betri vinnubrögð

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn sl. óskaði minnihlutinn eftir umræðu um aðalskipulag Vestmannaeyja, og nýja reiti fyrir hafnarsvæði. Í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið segir að mikilvægt sé að ákvarðanir séu teknar af yfirvegun og í sátt við bæði atvinnulífið og náttúruna. Kynna þarf breytingar á aðalskipulagi af þessu tagi betur þannig að íbúar fái […]
Flugið boðið út næsta vetur

Flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja yfir vetrarmánuðina desember til febrúarloka verður boðið út fyrir næsta vetur. Þess misskilning hefur gætt að halda ætti út ríkisstyrktu flugi á heilsársgrundvelli. Það hefur ekki staðið til en sú nýjung að styrkja flug yfir þessa vetrar mánuði hefur verið tekin. Þetta segir í tilkynningu frá Vegagerðinni, en í morgun […]
Ný stjórn kjörin hjá kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi kjördæmafélags Miðflokksins í Suðurkjördæmi laugardaginn 23. mars sl.. Formaður var kjörin Patience A. Karlsson, varaformaður Tómas Ellert Tómasson, gjaldkeri Guðrún Kr. Jóhannsdóttir. Aðrir stjórnarmenn Guðni Hjörleifsson og Friðrik Ólafsson. Varamenn Elís Anton Sigurðsson og Eggert Sigurbergsson. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa óskaði Sigmundur Davíð formaður flokksins nýjum formanni og nýrri stjórn […]
533 milljónir í slökkvistöðina

Eyjar.net halda áfram að rýna nýjan ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023. Og munu halda því verkefni til streitu næstu daga. Eignfærður kostnaður vegna nýju slökkvistöðvarinnar á tímabilinu 2019-2022 nam 533 milljónum. Verkefninu lauk árið 2022 og ekkert var eignfært á síðasta ári. 400 þúsund á hverja fjölskyldu Í Vestmannaeyjum eru ríflega 3.000 einstaklingar á vinnualdri, […]
Áætlunarflugi til Eyja lýkur í lok mars

Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við Mýflug/Flugfélagið Erni um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja verði ekki framlengdir. Félögin munu fljúga sitt síðasta flug til Húsavíkur þann 1. apríl nk. Ernir hóf áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012 og hefur félagið þannig haldið þessari loftbrú gangandi í tæp 12 á, […]