Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn sl. óskaði minnihlutinn eftir umræðu um aðalskipulag Vestmannaeyja, og nýja reiti fyrir hafnarsvæði.
Í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um málið segir að mikilvægt sé að ákvarðanir séu teknar af yfirvegun og í sátt við bæði atvinnulífið og náttúruna. Kynna þarf breytingar á aðalskipulagi af þessu tagi betur þannig að íbúar fái rétta mynd af hugmyndum sem uppi eru fyrr í ferlinu. Til að mynda hefði mátt koma með skýringarmyndir í réttum hlutföllum sem sýndu bæði nýtingu og ásýnd, hvort sem rætt er um viðlegukanta í innsiglingunni eða innan hafnar, segir í bókun minnihlutans.
Málið hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og hefur verið beðið um betri vinnubrögð í málinu áður, líkt og sjá má í umfjölluninni hér að neðan.
https://eyjar.net/haett-vid-hafnarkant-vid-longu/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst