212 milljónir í búningsklefa - leiðrétt
25. mars, 2024
20220408_151134
Búningsklefarnir í Hásteinsstúkunni eru glæsilegir. Eyjar.net/TMS

Eyjar.net halda áfram að rýna nýjan ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023, til upplýsinga fyrir skattgreiðendur í Eyjum.

Eignfærður kostnaður vegna búningsklefa við Hásteinsvöll á tímabilinu 2020-2023 nam 212 milljónum. Þar af var eignfært fyrir 30 milljónir á síðasta ári.**

170 þúsund á hverja fjölskyldu

Í Vestmannaeyjum eru ríflega 3.000 einstaklingar á vinnualdri, þ.e. 18-70 ára. Kostnaður við búningsklefann á hvern einstakling nemur því um 70 þúsund krónum og mætti fullyrða að hvert heimili hafi því greitt að jafnaði um 170 þúsund fyrir búningsklefana við Hásteinsvöll. 

Rangt í ársreikningi

Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í skeyti til ritstjóra Eyjar.net að ofangreind tala sé ekki rétt í ársreikningnum.

,,Þetta er ekki rétt að eignfært var í fyrra fyrir 30 millj. kr**. Heldur var þetta sett í vitlausa línu hjá okkur og er þetta partur af Hásteinsvellinum og gervigrasinu sem á að koma.” segir hann.

Hið rétta er þá að klefarnir kostuðu 212 milljónir, en ekki 242 milljónir líkt og kom fram við fyrri umræðu ársreikninga hjá bæjarstjórn Vestmannaeyja. Seinni umræða um ársreikninga Vestmannaeyjabæjar fram fer þann 11. apríl nk.

*Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt með tilliti til þessarar leiðréttingar auk tölunnar í upphaflegum texta. Uppfært kl. 16.30 samdægurs.

https://eyjar.net/2022-04-08-ny-adstada-i-hasteinsstukunni-vigd/

https://eyjar.net/533-milljonir-i-slokkvistodina/

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst