Sjö ferða áætlun í Landeyjahöfn

Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar sjö ferðir samkvæmt almennri siglingaáætlun þar til annað verður tilkynnt. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ef gera þarf breytingu, þá gefur skipafélagið það út um leið og það liggur fyrir. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því […]
Náttúruperlur eru gríðarlegt verðmæti

Ferðamálasamtökin mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu stórskipahafnar í Brimnesfjöru og viðlegukants við Löngu. Raskanir á þessu svæði fordæma Ferðamálasamtökin þar sem fyrirhugaðar eru óafturkræfar aðgerðir sem munu skyggja á stærstu og merkustu kennileiti Vestmannaeyja, innsiglinguna og Heimaklett! Í kjölfar slíkra framkvæmda telja samtökin það eingöngu tímaspursmál hvenær byggð yrðu upp stór mannvirki á þessum svæðum sem myndu skaða enn frekar þessa mögnuðu náttúru. Ferðamálasamtökin gera […]
Fundur bæjarstjórnar í beinni

1603. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 17:00. Meðal efnis á fundinum er umræða um samgöngumál, þjóðlendukröfur íslenska ríkisins, rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann auk þess sem ræða á nokkur mál sem verið hafa til umfjöllunar hjá ráðum og nefndum. Alla dagskrá fundarins má sjá hér fyrir neðan útsendingaramman. https://youtu.be/oqXX5SUu0xE Dagskrá: […]
Sigla eina ferð í Landeyjahöfn

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar eina ferð seinni partinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:15. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning kl. 06:00 í fyrramálið. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að […]
„Nú þurfum við að grípa til varna“

„Því miður kemur þessi niðurstaða nefndarinnar mér lítið á óvart miðað við allt sem á undan er gengið.“ Þetta segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja þegar hann var inntur eftir viðbrögðum um niðurstöðu óbyggðanefndar við bón Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra um að nefndin enduskoðaði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um […]
Úttektin án athugasemda hingað til

Í síðustu viku kom upp eldur í léttabát Herjólfs við reglubundna björgunaræfingu. Á æfingunni var léttabátur skipsins sjósettur og notaður til æfinga. Að auki féll einn þriggja skipverja sem var um borð í bátnum útbyrðis. Eyjar.net spurði Hörð Orra Grettisson, framkvæmdastjóra Herjólfs um þetta atvik og þær spurningar sem upp koma um hvort eðlilegt sé […]
Óbyggðanefnd fellst ekki á beiðni ráðherra

Óbyggðanefnd tók beiðni fjármála- og efnahagsráðherra fyrir í vikunni um að nefndin endurskoði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um eyjar og sker með þeim hætti sem ráðuneytið óskaði eftir í mars 2023. Í morgun sendi óbyggðanefnd svarbréf til ráðuneytisins þar sem ekki er fallist á beiðnina, með þeim rökum sem þar greinir. Í […]
Tíðar landanir

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir sl. laugardag og síðan aftur í gær. Í gær lönduðu þeir báðir fullfermi í Vestmannaeyjum en á laugardaginn landaði Bergur í Þorlákshöfn og Vestmannaey í Eyjum. Virðist allt vera heldur seint á ferðinni Rætt er við skipstjórana, þá Birgi Þór Sverrisson á Vestmannaey og Jón Valgeirsson á […]
Tyrkjaránsins verði minnst

Þingmennirnir Birgir Þórarinsson, Ásmundur Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að minnast þess að árið 2027 verða 400 ár liðin frá Tyrkjaráninu árið 1627 á Íslandi. 400 ár liðin frá ráninu árið 2027 Í ályktuninni segir að Alþingi álykti að í tilefni þess […]
Loðnan hinkrar við eftir nýju tungli

Kemur loðnan í veiðanlegum mæli inn í íslenska fiskveiðilögsögu eða lætur hún ekki sjá sig í ár svo nokkru nemi? Þessari spurningu er velt upp í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar í dag. Þar segir að þetta sé spurning sem brenni á fjölda fólks í mörgum íslenskum sjávarplássum og ekki síður á þeim sem ráðstafa því […]