ÍBV leikur fyrir norðan í dag

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þar mætast KA og ÍBV í KA heimilinu. ÍBV í fjórða sæti með 20 stig á meðan KA er í níunda sæti með 10 stig. Bæði lið hafa leikið 15 leiki. Leikurinn hefst klukkan 14.30 í dag. (meira…)
ÍBV og Afturelding mætast í dag

Þrír leikir fara fram í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Eyjaliðið í fjórða sæti deildarinnar af afloknum 15 leikjum. Þess ber að geta að flest liðin hafa leikið 17 leiki og á það við um andstæðinga ÍBV í dag. Afturelding er í næst neðsta sætinu með 6 […]
Góður hagnaður þrátt fyrir áföll

Stjórn HS Veitna hf. samþykkti á fundi sínum í dag ársreikning félagsins vegna ársins 2023. Hagnaður fyrirtækisins nam 1.023 m.kr. á móti hagnaði árið 2022 uppá 806 m.kr. Hagnaður af reglulegum rekstri hækkaði um 293 m.kr. Hagnaður fyrir fjarmagnsliði jókst um 292 m.kr. Tekjur hækkuðu um 1.207 m.kr. þar af 1.004 m.kr. vegna tekna af […]
Bandarískur varnarmaður til ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Lexie Knox hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV og mun því koma til með að spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Lexie er 25 ára varnarmaður sem hefur leikið í Noregi, Albaníu og einnig í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún var lykilmaður í albanska […]
FÍV stofnun ársins 2023

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut í gær viðurkenningu í könnun Sameykis um stofnun ársins 2023. FÍV er fyrirmyndarstofnun og er í fyrsta sæti í flokki minni stofnanna. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur síðastliðinn áratug verið með þeim efstu í þessari könnun og þetta er í þriðja sinn sem skólinn fær viðurkenninguna „Stofnun ársins“. Við í FÍV erum […]
Sjómenn samþykkja samning

Kjarasamningur sem undirritaður var þann 6. febrúar 2024 var samþykktur með 62,84 greiddra atkvæða. 37,17% voru á móti. Kjörsókn var 53,62%. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands segir að það sé alltaf ánægjulegt þegar kjarasamningur er samþykktur. Sérstaklega núna eftir allt það skítkast og óhróður sem beindist að forystumönnum Sjómannasambandsins. Það sýnir sig best að við […]
Dregið í undanúrslit bikarsins

Dregið var í dag til undanúrslita Powerade bikarsins. Úrslitahelgi Powerade bikarsins fer fram í Laugardalshöll 6. – 10. mars nk. Undanúrslit Powerade bikars karla verður spiluð miðvikudaginn 6. mars, eftirfarandi lið drógust saman: Stjarnan – Valur kl. 18:00 ÍBV – Haukar kl. 20:15 Undanúrslit Powerade bikars kvenna verður spiluð fimmtudaginn 7. mars, eftirfarandi lið drógust […]
Skoða uppsetningu ölduvirkjana

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir í vikunni erindi frá Haf Afli sem er nýstofnað orkufyrirtæki sem staðsett er í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið hyggst setja upp og reka nýja tækni ölduvirkjana við Íslandsstrendur og er áhugi fyrir því að taka fyrstu skrefin í Vestmannaeyjum með forrannsóknum sem lúta að því að kanna hvort og hvar hagkvæmar staðsetningar gætu […]
567 heimili komin með tengingu

Eygló (félagið sem sér um ljósleiðaraverkefni Vestmannaeyjabæjar) hefur nú þegar skilað ljósi inn í yfir 567 heimili í Vestmannaeyjabæ. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að fyrsta tengingin hafi verið tengd í mars í fyrra og hefur síðan þá bæst jafnt og þétt í hóp þeirra sem tengst hafa ljósleiðarakerfi Eyglóar. Mikil ánægja hefur verið […]
Engin slys á fólki en báturinn líklega ónýtur

Eins og kom fram fyrr í kvöld hér á Eyjar.net kom upp eldur í léttabát Herjólfs við reglubundna björgunaræfingu. Á æfingunni var léttabátur skipsins sjósettur og notaður til æfinga. Á miðri siglingu milli Eyja og lands kom upp eldur í vél léttabátsins. https://eyjar.net/for-i-sjoinn-thegar-kviknadi-i-lettabat-herjolfs/ Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að snör viðbrögð áhafnarinnar hafi orðið […]