Framkvæmt við höfnina

Framkvæmdir standa nú yfir við lagnaskurð í Vestmannaeyjahöfn. Halldór B. Halldórsson skoðaði framkvæmdina í gegnum linsuna. Kíkjum á það. (meira…)
Ný gjaldskrá gnæfir yfir aðra

Nú hafa tekið gildi lög tengd hinu svokallaða hringrásarhagkerfi. Nýju lögin skikka sveitarfélögin til þess að rukka alla fyrir sorp sem kemur á móttökustað og hafa sveitarfélögin ekki heimild til þess að greiða með málaflokknum. Í Vestmannaeyjum hefur t.d. sveitarfélagið verið að greiða tugi milljóna með þessum málaflokki árlega. Fram kemur á heimasíðu Vestmannaeyjabærjar að […]
Mæta toppliðinu á útivelli

Einn leikur fer fram í Olís deild kvenna í dag. Valsstúlkur taka þá á móti ÍBV á Hlíðarenda. Valur í toppsætinu með 30 stig, en Eyjaliðið er í því fjórða með 16 stig, en Valur hefur leikið tveimur leikjum meira en ÍBV. Flautað verður til leiks klukkan 17.30 í dag. (meira…)
Víðir til liðs við ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, næst á dagskrá er þó Lengjubikarinn sem hefst á morgun með leik gegn Valsmönnum í Egilshöllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu ÍBV. Víði þekkja allir Eyjamenn en […]
Mest af ýsu

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu í Vestmannaeyjum á miðvikudagskvöld. Þeir voru báðir nánast með fullfermi og var mest af ýsu í aflanum. Hvor togari landaði einnig um 20 tonnum í Neskaupstað á laugardaginn og biðu þar af sér brælu. Rætt er við Ragnar Waage Pálmason, skipstjóra á Bergi á vef Síldarvinnslunnar. Þar er […]
Bíða spenntir eftir niðurstöðu

Nú stendur yfir loðnuleit og menn munu bíða spenntir eftir niðurstöðu hennar. Loðnan skiptir þjóðarbúið allt miklu máli en mestu máli skiptir hún fyrir fyrirtækin sem annast veiðar og vinnslu á þessum litla en mikilvæga fiski. Á vefsíðu Síldarcinnslunnar segir að hjá þessum fyrirtækjum skiptist árið upp í nokkur tímabil sem kennd eru við þá […]
Jón Ólafur aftur til ÍBV

ÍBV hefur ráðið Jón Ólaf Daníelsson til starfa hjá félaginu og mun samningurinn ná til 5 ára. Jón Óli mun taka við þjálfun meistaraflokks kvenna í fótbolta ásamt því að vera í þjálfarateymi Hermanns Hreiðarssonar í meistaraflokki karla. Þá hefur unglingaráð ÍBV einnig gert samning við Jón Óla um yfirþjálfun yngri flokka félagsins í fótbolta. […]
Árið byrjar með ágætum

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 31 milljarði króna í janúar samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í gærmorgun. Greint er frá þessu í Radarnum í dag. Það er um 24% aukning í krónum talið frá janúar í fyrra. Aukningin er nokkuð meiri í erlendri mynt, eða rúm 28%, þar sem gengi krónunnar var að jafnaði tæplega […]
Dýpkun gengur ágætlega

Dýpkun gengur ágætlega í Landeyjahöfn en ljóst er að sigla þarf eftir sjávarföllum um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur komi til með að sigla samkvæmt eftirfarandi áætlun nk. laugardag og sunnudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 17:00 og 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:30 (Áður ferð […]
Erlingur hættur með Sádi-Arabíu

Erlingur Richardsson er hættur sem landsliðsþjálfari karlalandsliðs Sádi-Arabíu í handbolta. Þetta staðfestir Erlingur við RÚV í dag. Á vef RÚV er haft eftir Erling að samningur hans hafi verið útrunninn og fá verkefni framundan og krafa um að hann þyrfti að búa í Sádi-Arabíu ef gerður yrði nýr samningur. „Ég hafði ekki áhuga á því,“ […]