Bíða spenntir eftir niðurstöðu
9. febrúar, 2024
lodna_mid_op
Á loðnumiðunum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Nú stendur yfir loðnuleit og menn munu bíða spenntir eftir niðurstöðu hennar. Loðnan skiptir þjóðarbúið allt miklu máli en mestu máli skiptir hún fyrir fyrirtækin sem annast veiðar og vinnslu á þessum litla en mikilvæga fiski.

Á vefsíðu Síldarcinnslunnar segir að hjá þessum fyrirtækjum skiptist árið upp í nokkur tímabil sem kennd eru við þá fisktegund sem unnin er hverju sinni og af þessum tímabilum er loðnutímabilið hvað mikilvægast. Ef loðnan skilar sér ekki þá verða fyrirtækin fyrir alvarlegu höggi og það sama á við um starfsfólk þeirra, þau sveitarfélög sem þau starfa í og ríkissjóð. Loðnuleysi er þannig högg fyrir allt samfélagið.

Loðnan, rétt eins og blessuð síldin, virðist vera óútreiknanleg. Á undanförnum árum hefur hún komið seinna en áður upp að landinu og sum árin hefur takmarkað fundist af henni. Árið 2009 var einungis gefinn út 15.000 tonna rannsóknarkvóti og eins og menn muna voru árin 2019 og 2020 alger loðnuleysisár. Loðnuveiðum hefur verið stýrt frá 1978 – 1979 og síðan þá hefur þess verið gætt að ákveðið magn af loðnunni hrygni við landið. Hafa ber einnig í huga að loðnan er mikilvæg fæða fyrir þorsk og aðra nytjastofna auk þess sem hvalir sækja mikið í loðnuna og þeim hefur fjölgað ár frá ári um langt skeið.

Staðreyndin er sú að því fer fjarri að loðnan sé nægilega rannsökuð. Nauðsynlegt er að afla ítarlegra og reglubundinna upplýsinga um loðnuna og til dæmis fá mynd af því hvort og þá hvaða áhrif umhverfisbreytingar hafa á stofninn.

Það eru ekki einungis Íslendingar sem bíða spenntir eftir niðurstöðu yfirstandandi loðnuleitar. Hinir erlendu kaupendur loðnuafurða fylgjast einnig með og þá ekki síst japanskir. Japanskir neytendur þekkja íslensku loðnuna sem gæðavöru og í Japan fer hún öll til manneldis. Að auki eru Japanir helstu kaupendur loðnuhrogna. Í Japan er loðnan þurrkuð, steikt og unnin með ýmsum öðrum hætti.

Að sögn japanskra kaupenda er ávallt hætta á því að japanskir neytendur beini sjónum sínum að annarri vöru ef íslenska loðnan er ekki á boðstólum og því geta áhrif eins loðnuleysisárs orðið býsna alvarleg og jafnvel langvarandi. Síðan er það spurningin hvort loðna sem veidd er annars staðar geti glatt bragðlauka japanskra neytenda ef hún sýnir sig ekki hér við land, segir í fréttinni.

https://eyjar.net/heimaey-til-lodnuleitar/

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst