Stórskipahafnir

Það hefur oft reynst okkar akkilesarhæll hve sundruð við erum. Við sjáum markmiðið en getum engan veginn valið leiðina að því.  Gott dæmi um það er staðsetning nýs hátæknisjúkrahúss eins og það er kallað. Við vorum nálægt aldarfjórðung að velja því stað og völdum auðvitað rangan stað. Hvað annað. Við erum jú Íslendingar. Við rífumst […]

Hlaðvarpið – Einar Björn Árnason

Í sjötta þætti er rætt við Einar Björn Árnason um líf hans og störf. Einar Björn á og rekur veisluþjónustu og veitingastaðinn Einsa Kalda. Ræðir hann við okkur hvernig var að vera ungur peyji í Eyjum og fer yfir lífshlaup sitt fram að deginum í dag. Í seinni hluta þáttarins fáum við að hlusta á viðtal […]

Hlaðvarpið – Unnur Guðgeirsdóttir

Í fimmta þætti er rætt við Unni Guðgeirsdóttur um líf og störf.  Unnur er formaður Leikfélags Vestmannaeyja og ræðir hún við okkur um líf sitt, leikhúslífið og um stuðningshópinn Bjarmann sem hún og Inga heitin systir hennar stofnuðu til að styðja við konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í seinni hluta þáttarins fáum við […]

Geldingadalur tækifæri nýrra starfa á Suðurnesjum

Allt útlit er fyrir að gosið í Geldingadal standi yfir í lengri tíma. Bráðaaðgerðir viðbragðsaðila hafa verið vel skipulagðar og lögregla og björgunarfólk staðið sig frábærlega.  Ef væntingar jarðfræðinga rætast gæti gosið í Geldingadal staðið mánuðum, jafnvel árum saman.  Ef það verður raunveruleikinn þarf að gera framtíðaráætlanir um gæslu á svæðinu. Ekki er hægt að […]

Karlar sem heilla konur (með heimilisstörfum)

Í starfi mínu sem kennari hef ég fengið mikinn fjölda af skemmtilegum tilsvörum frá nemendum í gegnum tíðina. Eitt sinn var ég forfallakennari í leikfimi hjá 3. bekk þegar ég hló og benti einum drengnum á að það sem hann væri að gera væri einfaldlega svindl. „Nei! Þetta er kænska,“ svarði hann glottandi á móti […]

Hlaðvarpið – Björgvin Sigurjónsson

Í þriðja þætti er rætt við Björgvin Sigurjónsson, Kúta á Háeyri, um líf hans og störf á landi og á sjó. Kúti hefur afrekað margt og gaman er að fá að heyra hvað á daga hans hefur drifið. Í seinni hluta þáttarins höldum við áfram að hlusta á viðtal sem að Þremenningarnir úr stjórn Vestmannaeyjafélagsins […]

Minning: Þórður Magnússon

Það er tímanna tákna að þeim fækkar Eyjamönnunum sem kenndir eru við æskuheimili sín. Þórður á Skansinum er einn þeirra. Í huga lítils peyja í Grænuhlíðinni var ljómi yfir vörubílstjóranum sem bjó á Bakkastígnum.  Hann átti snemma kranabíl og var á undan sinni samtíð og svo var hann líkari stórstjörnunum sem ég sá í þrjú […]

Breiðafjarðarferjan Herjólfur

Undanfarin ár höfum við átt því láni að fagna að geta leitað til vina okkar í Stykkishólmi og á Vestfjörðum þegar Herjólfur hefur þurft í reglulegar skoðanir og Breiðafjarðarferjan Baldur hefur brúað bilið. Vandræði Baldurs nú á dögunum hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum og útséð með að hann mun ekki sigla næstu vikurnar. Vestfirsk […]

Hlaðvarpið – Haraldur Ari Karlsson

Í öðrum þætti er rætt við Harald Ara Karlsson um líf og störf. Haraldur Ari hefur starfað sem aðstoðar leikstjóri í all mörg ár og fer hann yfir lífshlaup sitt að þeim stað sem hann er komin á núna í þættinum. Í seinni hluta þáttarins höldum við áfram að hlusta á eitt af nokkrum viðtölum […]

Hlaðvarpið Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga

Í fyrsta þætti er rætt við Helgu Jónsdóttur um líf og störf. Helga og Arnór eiginmaður hennar eru mjög virk í menningarlífi Vestmannaeyja og eru alltaf með einhver verkefni í vinnslu. Við fáum að heyra um æsku Helgu og hvernig lífið hjá henni hefur verið og hvað þau hjónin hafa fyrir stafni í dag. Síðan fáum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.