Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi

Árlegur tekjumunur á skerðanlegum flutningi og forgangsflutningi raforku nemur um 140 milljónum króna eftir að tveir nýir sæstrengir voru lagðir til Vestmannaeyja, en með þeim varð raforkuöryggi í Eyjum með því besta sem gerist á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsnet vegna umræðu um aukinn raforkukostnað fyrirtækja á borð við Vinnslustöðina og Herjólf. […]
Úttekt á fasteignagjöldum ársins

Fasteignaskattprósenta lækkaði hjá meirihluta sveitarfélaga milli áranna 2025 og 2026. Hjá rúmlega þriðjungi sveitarfélaga er fasteignaskattasprósenta óbreytt milli ára en ekkert sveitarfélag hækkar. Þrátt fyrir það hækka fasteignagjöldin í langflestum tilvikum í krónum talið vegna hærra fasteignamats. Hækkanirnar eru í mörgum tilfellum umfram hækkun verðlags. Þegar hækkanir fasteignagjalda eru skoðaðar frá árinu 2023 má finna dæmi um […]
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin

Félagið Eyjagöng ehf., sem undirbýr gerð jarðganga á milli lands og Eyja, hefur tryggt sér stóran hluta af 200 milljóna króna fjármögnunarmarkmiði sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt að ólíkt mörgum öðrum þróunarverkefnum, er hér ekki einungis um loforð að ræða, því lykilfjárfestar hafa þegar gengið frá greiðslu á hlutafé […]
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun

Föstudaginn 23. janúar minnumst við þess að 53 ár eru síðan eldgos hófst á Heimaey. Því er við hæfi að opna sýninguna Geological Rhapsody í Sagnheimum sem fjallar um tilvist og veru manns á eldfjallaeyjum. Sýningin opnar klukkan 17:00 og er samstarfverkefni japanskra og íslenskra listamanna. Sýningin hefur það markmið að kanna hvernig jarðfræðileg virkni mótar mannlega sýn, hegðun […]
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að breyta verklagi við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Helsta breytingin felst í því að fækka úthlutunum sjóðsins úr tveimur á ári í eina. Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu tveggja ára sem miðar að því að efla faglegan stuðning við umsækjendur og tryggja skilvirkari nýtingu fjármuna. Á 632. […]
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum

Föstudagskvöldið 23. janúar verður boðið upp á notalega kvöldstund undir yfirskriftinni “Minningar um gos” í Eldheimum. Þar sameinast tónlist og frásagnir í opnu og hlýlegu samtali um minningar, upplifanir og stemningu sem tengjast eldgosum og lífinu í skugga þeirra. Á dagskrá eru söngvar og sögur þar sem gestir hittast, hlusta og spjalla í afslöppuðu umhverfi. Fjölbreyttur […]
Góður mánudagur sem varð enn betri!

Mánudagsmorgun byrjaði með sérstakri gleði þegar tveir miðaeigendur fengu símtal um að þeir hefðu unnið fyrsta vinning í Lottóinu eftir sexfalda pottinn á laugardagskvöld. Fá þeir rúmar 67 skattfrjálsar milljónir hvor um sig og eiga það sameiginlegt að hafa keypt miðana sína í Lottóappinu. Sá fyrri til að fá símtalið hafði kíkt í appið um […]
Veit Inga hvað hún syngur?

Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeir í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg . Í mikilvægi fyrir þjóðina og framtíð hennar trompar þessi málflokkur […]
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný

Inngangur norðan megin við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum hefur verið opnaður á ný eftir lokun sem stóð yfir í nokkra mánuði vegna framkvæmda. Á þeim tíma var planið við innganginn malbikað og skipt um lagnir. Inngangurinn norðan megin veitir aðgang að annarri og þriðju hæð sjúkrahússins. Á annarri hæð eru lyflækningar og dagdeild/göngudeild og á þriðju […]
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV

Næstkomandi laugardag, 17. janúar, ætla meistaraflokkar ÍBV í handbolta að bjóða upp á saltfisksölu á Skipasandi. Í boði verða nætursöltuð þorskflök með roði á frábæru verði, 3.000 krónur á kílóið, og rennur allur ágóði í stuðning við starf og keppni meistaraflokkanna. Fram kemur í tilkynningu að sölutíminn verði frá kl. 14:00 til 15:30 og er […]