34 keppendur skráðir í Vöruhúsdeildina
Mánudaginn 5. janúar hófst deildarkeppni Pílufélags Vestmannaeyja og er þetta annað árið í röð sem keppnin er haldin. Aðalstyrktaraðili deildarinnar í ár er Vöruhúsið og ber deildin því hið glæsilega nafn Vöruhúsdeildin 2026. Alls eru 34 keppendur skráðir til leiks, sem er tveimur fleiri en í fyrra. Mótinu er skipt í fjórar deildir; tvær 8 […]
HSU í Eyjum fær fjármagn fyrir varaflsstöð

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni samtals 77 milljónum króna til endurnýjunar á tækjabúnaði. Ráðstöfun fjárins byggist á forgangsröðun í samræmi við brýnustu þarfir stofnananna. Víða er uppsöfnuð innviðaskuld sem mikilvægt er að mæta til að efla viðbragðsgetu stofnananna, tryggja gæði þjónustu og öryggi sjúklinga, bæta greiningar- og meðferðargetu og stuðla að hagkvæmari […]
Orkuskipti á pappír en olía í raun

Það er sérstakt að fylgjast með viðbrögðum bæjarstjórnar Vestmannaeyja, sérstaklega bæjarstjórans, við þeirri stöðu sem hún sjálf skapaði. Nú er látið eins og orkukostnaðarhækkunin hafi dottið af himnum ofan, eins og enginn hafi séð þetta fyrir. Það stenst einfaldlega ekki. Í öllum helstu undirbúningsgögnum vegna nýrra raforkustrengja til Eyja kemur skýrt fram að framkvæmdin átti […]
Nýtt ár, ný tækifæri

Um áramót – Margrét Rós Ingólfsdóttir – Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Á vettvangi bæjarmálanna einkenndist árið 2025 af baráttu bæjarstjórnar við ríkisvaldið og baráttu gegn hækkandi skattheimtu og álögum á fyrirtæki og á vinnandi og venjulegt fólk. Þessi aukna skattheimta er óþolandi og kemur mest niður á einmitt, venjulegu fólki. Á meðan ríkir algjört skilningsleysi á málefnum Vestmannaeyja. Vatnslögnin, […]
Grímuball Eyverja – verðlaun, gleði og glaðningur

Hið árlega grímuball Eyverja verður haldið með hefðbundnum hætti á þrettándanum, 9. janúar, í Höllinni kl. 14. Miðaverð er 500 krónur. Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin með glaðningi. Veitt verða verðlaun fyrir flotta búninga og líflega framkomu, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)
Krafturinn og samheldnin er allt sem þarf

Um áramót – Stefán Friðriksson – Forstjóri Ísfélagsins Um áramót er gott að líta um öxl og huga því næst að framtíðinni. Í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski áraði nokkuð vel og þó að loðnuvertíðin hafi verið með allra smæsta móti má segja að góð makrílveiði og ágætis afurðaverð í öllum uppsjávartegundunum hafi skipt miklu máli. Þá hefur […]
Nýárs atskákmót TV

Taflfélag Vestmannaeyja byrjar starfsárið með Nýars-atskákmóti kl. 13.00 sunnudaginn 4. janúar 2026 í skákheimilinu að Heiðarvegi 9. Tími á hvorn keppenda á skák verður 10 mín. + 5 sek. á leik. Reikna má með að hver umferð taki 20-25 mínútur. Þessi tímamörk eru heppileg ekki síst fyrir þá sem hafa lítið hafa teflt atskákir eða […]
Innkalla “Rakettupakka 2”

Slysavarnafélaginu Landsbjörg bárust í kvöld ábendingar um að galli væri í einhverjum rakettum sem seldar hafa verið í Rakettupakka 2. Við prófun kom í ljós að einhverjar þeirra sprungu of snemma. Því hefur verið tekin sú ákvörðun um að taka Rakettupakka 2 úr sölu og kalla inn þá pakka sem hafa verið seldir. Þetta segir […]
Orkuverðskrá innleidd í Vestmannaeyjum þann 1. janúar 2026

Um áramótin munu HS Veitur breyta fyrirkomulagi verðskrár hitaveitunnar í Vestmannaeyjum úr magnverðskrá í orkuverðskrá. Breytingin er gerð í þágu heimila og atvinnulífs í Vestmannaeyjum með það að markmiði að tryggja sanngjarnari dreifingu kostnaðar, hvetja til orkunýtni og endurspegla betur raunverulega notkun hvers og eins. Með breytingunni verður kostnaður viðskiptavina óháðari því framrásarhitastigi sem er […]
Gengið til góðs

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja lítur yfir árið sem nú er að renna sitt skeið í pistli sem birtur er á vef Vestmannaeyjabæjar. Pistilinn má einnig lesa hér að neðan. Á því ári sem nú er að líða höfum við að flestu leyti ‘’gengið til góðs götuna fram eftir veg’’ hér í Eyjum. Það hefur […]