Ný menningarstefna í vinnslu

Um þessar mundir fer fram vinna við gerð menningarstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Fyrr á árinu var skipaður starfshópur sem í sitja Gígja Óskarsdóttir safnstjóri Sagnheima, Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima og Sigurhanna Friðþórsdóttir verkefnisstjóri. Vinnan gengur vel og stefnt er á að henni ljúki á fyrri hluta næsta árs. Tekin hafa verið […]
Laxey – Kafli 4: Vinnsla hafin

Það eru ákveðin augnablik í uppbyggingu fyrirtækis sem marka ekki bara framvindu, heldur einnig tímamót um að fyrirtækið sé komið á næsta stig í þróun og vexti. Fyrsta slátrunin hjá Laxey er einmitt slíkt augnablik. Eftir mikin undirbúning, hönnun, framleiðslu og þolinmæði er vinnslan komin af stað og með henni hefst nýr kafli í sögu […]
Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg

Þar sem ég hef á síðustu misserum farið að tjá mig meira um pólitík langar mig að halda áfram, nú um bæjarmálin. Mér finnst oft eins og umræðan hér í Eyjum sé lágstemmd og að lítið heyrist frá stjórnarandstöðunni. Eins og hún hafi verið dáleidd. Það er eins og meirihlutinn vilji lágmarksumræður svo sem fæstir […]
Þjálfun styrkt með nýjum hermi-dúkkum

Nýjar og háþróaðar hermidúkkur hafa verið keyptar á HSU í Eyjum fyrir styrkveitingar frá fyrirtækjum og einstaklingum. Þessi fjárframlög hafa gert kleift að efla þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og styrkja færni í meðhöndlun raunverulegra aðstæðna. Sigurlína Guðjónsdóttir stóð á bakvið söfnun verkefnisins og tókst með sterkum stuðningi samfélagsins að safna fyrir þremur háþróuðum hermi-dúkkum sem geta líkt […]
Revían í Vestmannaeyjum og Mzungu frá Afríku

Laugardaginn 29. nóvember munu tveir rithöfundar kynna nýjar bækur sínar á Bókasafninu. Una Margrét Jónsdóttir segir sögu revíunnar í bók sinni Silfuröld revíunnar. Þar segir hún m.a. frá hinu líflega starfi Sigurgeirs Schevings á níunda áratug síðustu aldar. Silfuröld revíunnar Una Margrét hefur í tæpan áratug helgað sig rannsóknum á sögu íslensku revíunnar en árið 2019 […]
Tilkynning frá Styrktarsjóði Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni?

Lífi eldri borgara er misskipt, margir hafa það mjög gott, geta átt sitt eigið húsnæði og veitt sér að ferðast eða annað sem þeir hafa áhuga á. Það er vel og frábært að geta þetta eftir langan vinnudag um ævina. Margir eldri borgarar hafa það sæmilegt og geta veitt sér ýmislegt sem þarf til að lifa […]
Heimsótti alla framhaldsskóla landsins á innan við tveimur mánuðum

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sótti heim Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í liðinni viku. Lauk þar með heimsókn ráðherra í alla 27 opinberu framhaldsskóla landsins á síðustu sjö vikum. Aldrei fyrr hefur ráðherra heimsótt alla skólana á eins skömmum tíma. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið heimsóknanna hafi verið að ræða málefni framhaldsskóla við […]
Sala jólasælgætis að hefjast

Aðventan er á næsta leiti og eins og undanfarin ár hefja félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli sölu á jólasælgæti þá. Þetta er aðalfjáröflun klúbbsins og rennur allur ágóði sölunnar beint í styrktarsjóð Kiwanisklúbbsins. Markmið Kiwanis er að styðja mikilvæg samfélagsverkefni. Sérstaklega þau sem gagnast börnum og hefur klúbburinn lagt metnað í að styrkja fjölbreytt og góð […]
Sveit TV í 4. sæti á Íslandsmótinu í atskák

Íslandsmót skákfélaga í atskák fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen dagana 24.–25. nóvember. Alls tóku 12 sex-manna sveitir þátt í mótinu, frá átta skákfélögum, og sendu sum félög fleiri en eina sveit til keppni. Tímamörk skákanna voru 10 mínútur á mann auk fimm sekúndna viðbótar fyrir hvern leik. Tefldar voru níu umferðir eftir […]