Látum helvítin blæða

troll, DSC 7293

Árið sem nú er að líða hefur á margan hátt verið gott og gjöfult fyrir okkur sem erum svo heppin að búa hér í Vestmannaeyjum. Uppbygging og ný tækifæri eru að líta dagsins ljós og er framtíðin spennandi. Að byggja upp gott samfélag er langhlaup og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem við […]

Litla Mónakó – Íbúðaverð í Vestmannaeyjum rýkur upp

IMG 2534

Svona gæti fyrirsögnin litið út í Vestmannaeyjum þegar að árið er gert upp, ef sagan endurtekur sig. Ekki ósvipuð fyrirsögn og Rúv birti í kjölfar mikils uppgangs fiskeldis á Vestfjörðum. „Viðskipti með íbúðir á Vestfjörðum hafa tekið kipp að undanförnu og er árleg velta hærri þar en á sambærilegum svæðum. Fasteignaverð á Vestfjörðum hefur jafnframt […]

Litla Mónakó: Ný sölumet slegin í Eyjum

Óhætt er að segja að fasteignamarkaðurinn í Eyjum byrji með látum í byrjun árs. Þetta staðfestir m.a Halldóra fasteignasali í nýlegu viðtali við Eyjafréttir. Veltan hefur verið óvenjulega mikil m.v árstíma og hafa nú þegar verið sett nokkur sölumet. Dýrasta íbúðin í Foldahrauni / Áshamri (ekki nýbygging ) seld á 46.000.000kr Áshamar 65 Dýrasta 100 […]

Kannski kominn tími til að við lærum af Færeyingum

Utbodsthing Eyjolfur

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti opnunarávarp á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á Grand hótel í gær. Í ávarpi sínu sagði Eyjólfur að ríkisstjórnin hafi kynnt skýra stefnu um kraftmikla uppbyggingu samgönguinnviða um allt land. Hann sagði uppbygginguna ekki aðeins fjárfestingu í samgöngukerfinu heldur í framtíð landsins. Góðar samgöngur stuðli að aukinni velmegun og bættum lífskjörum. […]

Hitalagnir undir Hásteinsvöll – Gerum betur!

Það er mat ÍBV og allra fagaðila að nauðsynlegt sé að koma hitalögnum undir Hásteinsvöll um leið og lagt verður á hann gervigras, sem síðar verða nýttar í upphitun vallarins. Framkvæmdin er þannig að hitalagnir verða ekki settar undir völlinn eftir á. Upphitun er lykilatriði til að hámarka nýtingu vallarins yfir vetrarmánuðina og til lágmarka […]

Jólapistill forstjóra HSU

Árið 2024 hefur verið viðburðarríkt fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og við höfum staðið frammi fyrir nýjum áskorunum sem og tækifærum sem hafa veitt okkur færi á að efla og bæta þjónustuna okkar. Í þessari yfirferð langar mig að deila með ykkur nokkrum af þeim helstu þáttum sem hafa staðið upp úr á árinu sem er […]

Ís­lenskur út­gerðar­maður, evrópsk verka­kona

Þorsteinn Pálsson, framámaður í Viðreisn var álitsgjafi í þætti á Stöð 2 fyrir stuttu. Þar sagði hann meðal annars: „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir“. Til þessara ummæla hefur víða verið vitnað. En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera? Um það get ég upplýst Þorstein […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.