„Þurfti heilt eldgos að ég færi héðan“

Fyrr í mánuðinum minntumst við þess að 51 ár er liðið frá lokum eldsumbrota á Heimaey. Eins og venja er fyrir var haldið upp á þau tímamót með prompi og prakt. Síðasta áratuginn hefur spákonan Sunna Árnadóttir spáð fyrir gestum og gangandi á Goslokahátíð í Eymundsson, bæði í spil og bolla. Blaðamaður leit inn til […]
Deila áhyggjum um hnífaburð ungmenna

Aukin harka hefur færst í hópamyndanir ungmenna á Selfossi og eru ungmenni á elsta stigi í grunnskóla farin að ganga með vopn í auknum mæli. Frá þessu greinir Sunnlenska.is. Í samtali við miðilinn segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, lögregluna líta aukinn vopnaburð ungmenna mjög alvarlegum augum og að það liggi fyrir að með ört […]
Hæstu heildartekjurnar í Eyjum

Tekjur einstaklinga á síðasta ári voru hæstar í Vestmannaeyjum, þar sem heildartekjur námu rúmlega 13,9 milljónum króna að meðaltali. Hæstu fjármagns- og ráðstöfunartekjur mátti sömuleiðis reka til Eyja. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum á vef Hagstofu Íslands. Þar segir að landsmeðaltal heildartekna var rúmar 9,2 milljónir króna árið 2023, eða um 770 þúsund krónur […]
Gleymdist að setja lokin á

Lítil ánægja er með fiskikör full af beinahrati úr marningsvél á lóð Ísfélagsins inni á Eiði. Alls er þetta 51 kar og sækir mávurinn stíft í góðgætið með tilheyrandi sóðaskap. Samkvæmt upplýsingum frá Ísfélaginu er verið að þýða upp hratið áður en það fer í bræðslu. Fyrir mannleg mistök eru ekki lok á körunum og […]
Opna fyrir lóðaumsóknir eftir viku

Nú fer að líða að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og því nokkur praktísk atriði sem ber að hafa í huga. Þá má nefna lóðaumsóknir fyrir hústjöldin, en opnað verður fyrir þær eftir viku, mánudaginn 22. júlí. Sótt er um lóð á dalurinn.is (meira…)
Blaðamenn á landsbyggðinni mikilvægur hlekkur í lýðræðissamfélagi

„Um helgina fór fram ráðstefna í Vestmannaeyjum í tilefni þess að Eyjafréttir fagna fimmtíu ára afmæli um þessar mundir, en miðillinn hefur nú verið sameinaður eyjar.net. Tilgangur ráðstefnunnar var að ræða hvernig efla megi héraðsfréttamiðla á Íslandi en staða þeirra hefur veikst á undanförnum árum og áratugum. Í dag eru stór landssvæði á Íslandi þar […]
Sól í kortunum

Það er útlit fyrir sól á nær öllu landinu á morgun, mánudag. Eftir þungbæra daga í Eyjum þykja þessi tíðindi bæði fréttnæm og kærkomin. Þá er bara að vona að spáin standist og að sú gula láti sjá sig. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er talað um tiltölulega hægan vind á morgun og […]
Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og sviptur réttindum

Skipstjóri fraktskipsins Longdawn, Eduard Dektyarev, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Stýrimaðurinn Alexander Vasilyev hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skipið átti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu 52 sl. maí. Þetta segir í dómi frá Héraðsdómi Reykjaness sem var kveðinn upp fyrir helgi. Ákærðu komu fyrir dóm við þingfestingu máls og […]
Siðferðislega rangt að skella skuldinni á bæjarbúa

Eins og áður hefur komið fram ákvað bæjarráð á fundi sínum 3. júlí sl. að fela lögmönnum sínum, í samvinnu við HS veitur, að höfða mál á hendur Vinnslustöðinni, Huginn ehf og VÍS til greiðslu fullra bóta fyrir tjónið á neysluvatnslögn 3 sem tjónaðist alvarlega nú í vetur. Afhendingartími á sambærilegri vatnslögn er ekki mögulegur […]
Leita til umboðsmanns Alþingis

Á síðasta fundi bæjarráðs kemur fram að þrátt fyrir enn eina ítekunina við Orkustofnun um að fá rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til gundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar sl. hefur ekkert svar borist. Niðurstaða var að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda […]