Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2023 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 16.-17. desember og sent víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 40 bls. sem er sama stærð tvö síðustu ár og eru stærstu og efnismestu jólablöðin í 75 ára sögu úgáfu blaðsins. Meðal efnis í blaðinu er hugvekja Guðmundar Arnar Jónssoar sóknarprests í […]
Ítreka að allt sé gert til að halda Landeyjahöfn opinni.

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir stöðu félagsins það sem af er ári, m.a. rekstrartekjum og gjöldum og fjölda farþega. Einnig var farið yfir stöðuna á Landeyjahöfn og frátafir og að endingu áætlanir fyrir næsta […]
Ágúst og Arna eiga jólahúsið í ár

Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur hefur valið jólahús 2023. Þetta er tuttugusta og fjórða árið sem jólahús er valið. Í á voru á þriðja tug húseigna tilnefndar og fyrir valinu varð hús Ágústs V. Steinssonar og Örnu Ágústsdóttur að Búhamri 12. Bjarni Guðjón Samúelsson frá Lionsklúbb Vestmannaeyja afhenti hjónunum veglega jólaskreytingu frá klúbbfélögum […]
Eyjamenn í toppbaráttunni

ÍBV var nokkrar mínútur að komast í gang í leiknum gegn Víkingum í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum í gær. Á sjöttu mínútu var staðan 2:2 en þá tóku Eyjamenn öll völd á vellinum. Í hálfleik var staðan 19:10 og lokatölur 40:22. Má segja að ÍBV hafi þar með náð að hefna fyrir tapið gegn Víkingum […]
Jólalaga-singalong og Grinch

Í dag fer fram í Landakirkju Jólalaga-singalong sem hefst kl. 13. “Þá ætlum við að koma saman til að syngja jólasálma og jólalög og gleðjast á góðri söngstund,” segir í tilkynningu frá Landakirkju. Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja munu styðja við sönginn og flytja einnig verk einslega. Þá hefur heyrst að Grinch muni […]
Líkn gefur HSU í Vestmannaeyjum blöðruskanna og heyrnamælingartæki

Kvenfélagið Líkn afhenti heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum heyrnamælingartæki og blöðruskanna á dögunum. Iðunn Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, veitti þeim viðtöku fyrir hönd deildarinnar. Um er að ræða tæki, að andvirði 1.690.381 króna. En samanlagt virði gjafa sem Kvenfélagið Líkn hefur tekið þátt í að gefa til HSU í Vestmannaeyjum á þessu ári er 4.281.981- og hefur félagið […]
Síðasti leikur ársins

Tveir síðustu leikir 13. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í dag kl. 16.00. Víkingar sækja Íslandsmeistara ÍBV heim og Fram fær KA í heimsókn í Úlfarsárdal. Að leikjunum loknum fara liðin í frí frá Íslandsmótinu fram í byrjun febrúar. Færeyski handknattleiksmaðurinn Dánjal Ragnarsson leikur sinn síðasta leik með ÍBV í dag. Víkingur vann […]
Hafa áhyggjur af þjónustu Vinnumálastofnunar til flóttafólks í Vestmannaeyjum

Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Fram koma að viðræður ganga yfir milli ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem hafa verið með samning sem tekur til þjónustu vegna samræmdrar móttöku flóttafólks þmt Vestmannaeyjabæ. Óánægja hefur verið með núverandi samning og er verið að leita lausna til að framlengja hann. Helst […]
Umsagnarfrestur í samráðsgátt vegna sjávarútvegsstefnu og frumvarps til laga um sjávarútveg framlengdur

Frestur til að senda inn umsagnir eða ábendingar um viðkomandi drög að sjávarútvegsstefnu ásamt drögum að frumvarpi til laga um sjávarútveg hefur verið framlengdur til og með 10. janúar 2024. Drög að sjávarútvegsstefnu innihalda framtíðarsýn íslensks sjávarútvegs til 2040. Stefnunni er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku um sjávarútveg til að stuðla að hagkvæmri og […]
HS Veitur eiga og reka vatnsveituna

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að unnið er að mótvægisaðgerðum vegna skemmda á vatnsleiðslu sem varð þann 17. nóvember. Þær felast aðallega í að tryggja núverandi ástand lagnarinnar og undirbúning fyrir viðgerð og lagningu nýrrar vatnsleiðslu við fyrsta tækifæri. Drög að uppfærðri viðbragðsáætlun liggja fyrir hjá aðgerðastjórn, […]