The Puffin Run verður haldið í sjöunda sinn á morgun. Skráðir keppendur er 1.370 sem er metþátttaka. Búist er við að yfir 2.000 manns komi til Vestmannaeyja um helgina vegna viðburðarins. Meðal þeirra eru margir af bestu hlaupurum landsins ásamt 200 erlendum keppendum. Tugir þeirra eru að koma til landsins eingöngu til að taka þátt í hlaupinu. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands tekur þátt og mun auk þess ræsa keppendur. Rásmark er á Nausthamarsbryggju og verða keppendur ræstir út í 80 hlaupara hópum á mínútu fresti. Fyrsti hópur fer af stað klukkan 12:15.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með og er þá best að vera sunnan við Vigtartorg. Hlaupið er rangsælis umhverfis Heimaey og verður áhugavert að sjá keppendur t.d. á Hamrinum og austan við Helgafell. Þau fljótustu eru að koma í mark um kl.13:30 og er þá gott að fylgjast með á nýju trépöllunum við Nausthamarsbryggju. Verðlaunaafhending verður á bílastæði við Fiskiðju kl.15:15.
Undirbúningsvinna er á fullu og eru 200 starfsfólk að starfa við hlaupið á keppnisdegi. En það hefur fengið mikið lof undanfarin ár fyrir góða brautarverði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst