Glæsilegur sigur norðan heiða

Karlalið ÍBV lagði í dag Akureyri að velli á Akureyri í 3. umferð Olísdeildarinnar. Eyjamenn voru mun sterkari í fyrri hálfeik og voru heilum átta mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja en staðan var 9:17. Eyjamenn héldu heimamönnum svo í hæfilegri fjarlægð í seinni hálfleik, og unnu að lokum 22:35. Þess má geta að […]
Fimm marka sigur á Selfossi

ÍBV lagði Selfoss að velli í dag 24:29 í Olísdeild kvenna en liðin mættust á Selfossi. Selfoss er með lið í úrvalsdeild annað tímabilið eftir áralanga fjarveru og virðist uppbyggingastarfið á Selfossi vera skila sér. Í það minnsta stóð Selfossliðið lengi vel í ÍBV en Eyjakonur gáfu í undir lok leiks og unnu að lokum […]
Hvar liggur vandinn?

Hér eru nokkur atriði sem vert er að velta upp vegna stöðu Landeyjarhafnar í dag og sýnilegra vandamála til nokkuð langrar framtíðar. Hvað er vandamálið við að ekki skuli vera hægt að halda uppi reglulegum siglingum til Landeyjarhafnar eins og vonir íbúa Vestmannaeyja voru við byggingu hafnarinnar þar sem hún er í dag. (meira…)
Skurðstofan mönnuð fram í nóvember

Skurðstofan á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, verður mönnuð fram í nóvember. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra hefur falið forstjóra stofnunarinnar, Gunnari K. Gunnarssyni, að tryggja mönnun skurðstofu þar til samstarfshópur, sem settur var saman til að fara yfir rekstur stofnunarinnar, hefur skilað tillögum sínum. (meira…)
�?víst með Eið Aron

Óvíst er hvort Eiður Aron Sigurbjörnsson verði áfram í herbúðum ÍBV en hann var fyrirliði liðsins í sumar. Eiður Aron var í láni frá sænska félaginu Örebro en hann á eitt ár eftir af samningi þar. Eiður fékk ekkert að spila hjá Örebro í fyrra og hann vill fara aftur til ÍBV á láni ef […]
Nýr lampi kostar 9 milljónir

Fyrir um tveimur vikum eyðilagðist lampinn í sneiðmyndatækinu á Sjúkrahúsinu. Er það mikið áfall því frá því tækið var tekið í notkun í september 2007 hefur um 800 sjúklingum verið rennt í gegn að meðaltali á ári. Á meðan tækið er bilað þarf að senda fólk sem þarf að komast í sneiðmyndatöku til Reykjavíkur. (meira…)
Fársjúk heilbrigðisstofnun

Nú er svo komið að ég get ekki lengur orða bundist. �?g er að springa, ekki bara vegna þess að ég er komin 36 vikur á leið og mér finnst ég bókstaflega geta sprungið á hverjum degi en aðallega af því að ég er að springa úr reiði og vonbrigðum. Reiði í garð þeirra frambjóðenda […]
Tengivinna hjá Landsneti á nýjum sæstreng

Vegna tengivinnu hjá Landsneti á nýjum sæstreng á milli lands og Eyja verður að framleiða rafmagn með ljósavélum HS Veitna laugardaginn 5.okt. frá kl. 09:00 til kl. 22:00. Á þessu tímabili eru rafmagnsnotendur hvattir til að spara rafmagn eins og þeir mögulega geta. Rafmagnssparnaður gæti m.a. falist í því að nota ekki orkufrek rafmagnstæki eins […]
Kanna á kosti og galla þess að bærinn reki alla heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum

Kristján Júlíusson, heilbrigðismálaráðherra var í Vestmannaeyjum í morgun þar sem hann kynnti starfsfólki Heilbrigðisstofnunar viðbrögð ráðuneytisins og bæjarstjórnar Vestmannaeyja til að mæta niðurskurði í rekstri stofnunarinnar. Kom fram að heilbrigðisráðherra hefur í samstarfi við bæjarstjórn Vestmannaeyja skipað samstarfshóp um heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. (meira…)
�?jóðhátíð sneri við þróuninni

Það má segja að leikur ÍBV og FH á miðri Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi rifið upp meðalfjölda áhorfenda á leikjum í Pepsi-deild karla í sumar og bjargað því að meðalfjöldinn jókst nokkuð frá síðasta ári, eða um 23 áhorfendur. Meðalfjöldinn hafði minnkað síðustu tvö tímabil og nam 1.034 áhorfendum í fyrra en 1.057 í ár. […]