Tap í Keflavík

ÍBV tapaði í dag í Keflavík gegn heimamönnum en lokatölur urðu 4:2. Um leið björguðu Keflvíkingar sér endanlega frá falli en það er þó ekki allt slæmt við leikinn fyrir ÍBV því í fyrsta sinn síðan 14. júlí, skoraði liðið meira en eitt mark í leik. (meira…)

Átta marka sigur á útivelli í fyrsta leik

Eyjamenn unnu afar sannfærandi sigur á ÍR í fyrstu umferð Olísdeildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 22:30 og fáir sem áttu von á því að ÍBV myndi vinna ÍR með átta mörkum enda komust ÍR-ingar í úrslitakeppnina síðasta vetur. En Eyjamenn tefla fram geysisterku liði og hafa fengið góðan liðsauka fyrir veturinn. En í dag […]

Bæjarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af samgöngum á sjó á komandi vetri

Samgöngumál voru tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudag. Bæjarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af samgöngum á sjó á komandi vetri. „Enn eitt árið stendur til að sigla í sömu höfnina á sama skipinu yfir sama veður- og hafsvæðið. Niðurstaðan verður því væntanlega sú sama og verið hefur. Jafnvel þótt nú líti út fyrir […]

Blessuð börnin

Hér er frábært myndband sem vert er að skoða. Þau eru ekki barnanna best, blessuð börnin, – hér eru þau að hrekkja fullorðið fólk. (meira…)

Brynjar í úrvalsdeild

Körfuknattleiksmaðurinn Brynjar Ólafsson gekk á dögunum í raðir úrvalsdeildarlið Hauka. Brynjar hefur til þessa leikið allan sinn feril með ÍBV og náði nokkrum leikjum með liðinu síðasta vetur eftir nám í Bandaríkjunum. Til stóð að Brynjar myndi spila með ÍBV í 2. deildinni í vetur en úrvalsdeildin heillaði og um leið missir ÍBV einn sinn […]

Finnur og Tobba gáfu HSV myndir í biðstofu barna

Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum berast reglulega gjafir frá velunnurum stofnunarinnar. Oftar en ekki er um að ræða tæki og tól fyrir starfsemina en þau Sigurfinnur Sigurfinnsson, myndlistakennari og Þorbjörg Júlíusdóttir, móttökuritari stofnunarinnar, gáfu skemmtilega gjöf á dögunum. Gjöfin voru myndir í mótttöku stofnunarinnar sem Finnur teiknaði á veggi í barnabiðstofunni. (meira…)

Leiðinlegur leikur við leiðinlegar aðstæður

Leikur ÍBV og Vals fer ekki í sögubækurnar sem eftirminnilegasti knattspyrnuleikur sögunnar og klárlega ekki sem einn sá skemmtilegasti. Aðstæður buðu heldur ekki upp á nein tilþrif, bæði rok og rigning og svo er Hásteinsvöllur í mjög slæmu ástandi sem lagaðist ekker við rigninguna. Þá hafa liðin ekki að miklu að keppa og virtust sumir […]

Vinnum saman

Á fimmtudagskvöld kl. 20.00 verð ég með almennan fund á Kaffi Kró. Þar mun ég fara yfir ýmis málefni, segja frá störfum mínum í þinginu og ekki síður mörgum jákvæðum málum sem eru í gangi í landinu og hér í Eyjum. Mun einnig ræða um samgöngu- og heilbrigðismál. Þá er eitt mikilvægasta atriði fundarins að […]

Björgunarfélagið stóð í ströngu um helgina

Það var í mörg horn að líta hjá félögum í Björgunarfélagi Vestmannaeyja á sunnudaginn og sunnudagskvöldið þegar gerði mikið norðan bál. „Þetta var klassísk norðvestan átt og byljótt. Þetta er óvenjulega snemma á ferðinni í ár en við höfum lent í svona áður,“ sagði Adólf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins. „Það fauk járn af einum átta þökum […]

Byrjaðu í blaki

Á haustin fara margir að hugsa um hreyfingu eftir að hafa legið í sólbaði í allt sumar; eða allavega legið í allt sumar. Blakfélag ÍBV býður upp á blakæfingar fyrir konur og karla á öllum aldri en æfingarnar hafa notið mikilla vinsælda, ekki síst hjá konum. Æfingarnar eru í íþróttahúsinu tvisvar í viku, á þriðjudögum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.