Skert þó yrðu við hann Sjón

Ummæli Gríms Gíslasonar hafa heldur betur hrist upp í umræðunni á facebook og víðar. Ekki minnkaði umræðan eftir að listamaðurinn Sjón sá sig knúinn til að úthúða Eyjamenn vegna skoðana Gríms. Grímur sá sig knúinn til að svara Sjón og gerir það með því að rækta listamanninn í sjálfum sér. Svörin batt Grímur í vísur […]
Lastarinn fordæmir skóginn

Það þarf varla að fjölyrða það sem helst brennur á Eyjamönnum í kvöld en ummæli Sigurjóns B. Sigurðssonar, Sjón um Eyjamenn hittu ekki í mark. Margir hafa tjáð sig um ummælin, sem að vísu dæma sig sjálf, en enginn kemst betur að orði en Bjartmar Guðlaugsson sem svaraði með stöku eftir Steingrím Thorsteinsson. Stökuna má […]
ÍBV aftur upp í annað sætið

Kvennalið ÍBV sótti Aftureldingu heim í Mosfellsbæ í kvöld í lokaleik 15. umferðar Pepsídeildar kvenna. ÍBV komst í síðustu umferð upp í annað sætið en eftir leiki gærdagsins, féll liðið niður í fjórða. Eyjastúlkur ætla hins vegar ekkert að gefa eftir í baráttunni um silfrið, sem ÍBV náði síðasta sumar sælla minninga. Lokatölur í Mosfellsbæ […]
Svekkjandi hjá KFS

Hjalti Kristjánsson og hans menn í KFS máttu vera verulega svekktir eftir leik sinn gegn Elliða í 8-liða úrslitum 4. deildar. Leikmenn KFS gerðu allt rétt lengst af í leiknum, sköpuðu sér fjölmörg færi en Elliði vann fyrri leik liðanna 3:0. Engu að síður tókst KFS að jafna metin snemma í síðari hálfleik, sem var […]
Besta fólkinu var rænt af Tyrkjum

Grímur Gíslason hefur fengið mikla athygli eftir að hann tjáði sig Í fjölmiðlum um niðurskurð á framlögum ríkisins til lista og menningarmála. Sumir hafa þó gengið lengra en aðrir í orðvali um þessa skoðun Gríms. Í commentakerfi visis.is tjáir sá þekkti „listamaður“ Sigurjón Birgir Sigurðsson, eða Sjón eins og hann kallar sig. Þar skrifar hann: […]
Slippurinn vinsælasti veitingastaðurinn á Suðurlandi

Veitingastaðurinn Slippurinn, sem er staðsettur í Magnahúsinu við Strandveg, er vinsælasti veitingastaður Suðurlands, samkvæmt vefsíðunni Tripadvisor.com. Síðan virkar þannig að ferðamenn gefa veitingahúsum, gistiheimilum og fleira einkunn en 27 ferðamenn hafa gefið Slippnum einkunn og fær veitingastaðurinn fullt hús stiga. (meira…)
Stórleikur hjá KFS í dag

KFS tekur í dag á móti Elliða í úrslitakeppni 4. deildar karla. Nei það er ekki Elliði Vignisson, bæjarstjóri sem ætlar að reyna sig gegn Eyjamönnum, heldur liðið Elliði sem leikur heimaleiki sína í Árbænum. Liðin tvö áttust einmitt við í Árbænum í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum á laugardaginn en þar höfðu Elliðamenn […]
Stela tómum flöskum og dósum frá veitingastöðum bæjarins

Í ýmsu var að snúast hjá lögreglu í liðinni viku án þess þó að alvarleg mál hafi komið upp. Eitthvað var um útköll vegna veðurhamsins sem gekk yfir eyjarnar í lok vikunnar án þess þó að tjón hafi hlotist af. Rólegt var yfir skemmtanalífinu um helgina og fá útköll á öldurhús bæjarins. (meira…)
Síðdegisferð Herjólfs fellur niður

Síðdegisferð Herjólfs fellur niður í dag, mánudaginn 2. september. Ölduhæð við Landeyjahöfn er nú 3,3 metrar en athugun með síðustu ferð dagsins verður klukkan 19:00. Samkvæmt áætlun á skipið að sigla 20:30 frá Vestmannaeyjum og 22:00 frá Landeyjahöfn. (meira…)
Skemmtilegt innslag frá Hásteinsvelli

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um, var leik ÍBV og Vals í Pepsídeild karla frestað í gær, fyrst og fremst þar sem vallarskilyrði á Hásteinsvelli voru ekki boðlegar en einnig var veðrið ekki mjög spennandi, rok og rigning. Sighvatur Jónsson, sem hefur séð um að mynda leiki ÍBV á Hásteinsvelli gerði gott úr […]