Stórleikur hjá KFS í dag
3. september, 2013
KFS tekur í dag á móti Elliða í úrslitakeppni 4. deildar karla. Nei það er ekki Elliði Vignisson, bæjarstjóri sem ætlar að reyna sig gegn Eyjamönnum, heldur liðið Elliði sem leikur heimaleiki sína í Árbænum. Liðin tvö áttust einmitt við í Árbænum í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum á laugardaginn en þar höfðu Elliðamenn betur 3:0. Það er því á brattann að sækja hjá KFS í dag en miði er möguleiki.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst