�?tlar flokkurinn minn að standa undir væntingum?

„Fréttir um lokun skurðstofunnar í Eyjum vekja mig til umhugsunar um hvort að flokkurinn minn, Sjálfstæðisflokkurinn, og fólkið sem að ég kaus ætlar að standa undir væntingum.“ Þetta skrifaði Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á facebook-síðu sinni fyrir helgi. Hann bendir á að með því að skera niður í menningu og list hjá […]

Vinnum úr vanda HSVE

Það gustar um Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum, HIV. Skurðstofunni lokað fyrirvaralítið, ákvörðun sem kom eins og köld vatnsgusa framan í heilbrigðisstarfsmenn í Eyjum , íbúa þar og okkur sem vinnum að málefnum kjördæmisins. Ég hef fengið mjög margar spurningar um hvað þingmenn ætli að gera í málinu. Það er ekki einfalt að vinda ofan af ákvörðun […]

Herjólfur siglir í kvöld

Herjólfur siglir síðustu ferð dagsins í dag, sunnudag en síðdegisferð skipsins féll niður. Bröttför verður frá Vestmannaeyjum klukkan 20.30 og frá Landeyjahöfn 22:00. (meira…)

Taka á móti Val í dag

Í dag klukkan 17:00 tekur ÍBV á móti Val í 18. umferð Pepsídeildar karla á Hásteinsvelli. Segja má að bæði lið sigli nokkuð lygnan sjó, í hæfilegri fjarlægð frá botnslagnum og ekki nógu nærri liðunum sem berjast um Evrópusætið. Þó er miði möguleiki og um að gera að halda möguleikanum opnum sem lengst. Það gerist […]

Stefnt að ferð 11:30

Stefnt er að brottför Herjólfs klukkan 11:30 frá Eyjum og 13:00 frá Landeyjahöfn. Síðasta ferð skipsins, og fyrsta ferð þess í dag féllu niður en nú hefur ölduhæð gengið nægilega mikið niður til að hægt sé að sigla. (meira…)

Lífið var yndislegt

Eyjakonan Edda Andrésdóttir, fjölmiðlamaður, hefur lokið við að skrifa minningabók úr Eyjum og úr gosinu. Edda sneri aftur á æskuslóðir, nýorðin blaðamaður hjá Vísi og fylgdist með æsku­slóðunum á Kirkjubæ hverfa undir hraun. Bókin, Til Eyja, kemur út í október en Edda segist vitja þar liðinna tíma. (meira…)

Sjáðu markið hjá Hjalta

Eins og áður hefur komið fram, skoraði Hjalti Kristjánsson sitt fyrsta meistaraflokksmark í stórsigri KFS gegn Afríku. Hjalti, sem er á sínu 22. ári sem þjálfari KFS er elsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi, og nú elsti markaskorari Íslandsmótsins frá upphafi en Hjalti er 54 ára. Nú er hægt að sjá myndband af þessu sögulega marki […]

Er kannski eins og gott rauðvín

Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Norrköping, gerði í byrjun mánaðarins tveggja ára samning við tyrkneska úrvalsdeildarliðið Konyaspor en tveim­ur umferðum er lokið í tyrknesku deildinni. Konyaspor kom mörgum á óvart og lagði stórlið Fenerbahce í fyrstu umferð á heimavelli sínum en ­Gunnar Heiðar átti heiðurinn af sigurmarkinu sem hann lagði upp af miklu harðfylgi. Konya­spor tapaði […]

Féð lítur vel út eftir sumarið og dýralæknirinn ánægður

Bjarnareyingar gerðu góða ferð út í eyju á sunnudaginn þar sem þeim tókst ekki aðeins að bólusetja allt fé í eynni heldur líka að rýja allar rollurnar en ekki hefur gefið til rúningar í allt sumar. Það var í allt 18 manna hópur sem fór út á tveimur tuðrum og dugðu ekki minna en fjórar […]

Heilbrigðisráðherra fundar í Eyjum í næstu viku

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra segist stefna á að funda með starfsfólki Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum og bæjaryfirvöldum í næstu viku en fundarefnið er að sjálfsögðu yfirvofandi lokun skurðstofu stofnunarinnar. Kristján Þór var á beinni línu á DV.is og kom þetta m.a. fram í hans máli. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.