Er kannski eins og gott rauðvín
30. ágúst, 2013
Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Norrköping, gerði í byrjun mánaðarins tveggja ára samning við tyrkneska úrvalsdeildarliðið Konyaspor en tveim­ur umferðum er lokið í tyrknesku deildinni. Konyaspor kom mörgum á óvart og lagði stórlið Fenerbahce í fyrstu umferð á heimavelli sínum en ­Gunnar Heiðar átti heiðurinn af sigurmarkinu sem hann lagði upp af miklu harðfylgi. Konya­spor tapaði svo um helgina gegn Sivasspor á útivelli 2:0. Gunnar Heiðar var reyndar hársbreidd frá því að koma sínu liði yfir í stöðunni 0:0 en varnarmenn Sivasspor björguðu á marklínu. Blaðamaður Eyja­frétta heyrði hljóðið í Gunnari á mánudaginn en þá var komið kvöld í Konya og „aðeins“ 20 stiga hiti.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst