Feðgarnir Hreiðar og Hermann hyggjast byggja hótel í Eyum

Félagið Strackta konstuktion, sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar byggingameistara og föðurs Hermanns Hreiðarssonar, fótboltamanns, stefnir að byggingu tíu hótela víðsvegar um landið, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Í síðusu viku hófust framkvæmdir við hótel á Hellu og næst í röðinni eru Húsavík og hótel í landi Orustustaða nálægt skaftafell í Skatárhrepp. (meira…)

Baráttan um Reykjavíkurflugvöll

„Það er afar brýnt að landsmenn taki sig nú saman og slái skjaldborg um flugvöllinn í Vatnsmýrinni,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri sem er ánægður með undirskriftasöfnunina sem nú stendur yfir á lending.is þar sem rétt um 38 þúsund manns höfðu skrifað nafn sitt á miðvikudag. (meira…)

Leikmaður Keflavíkur fékk vænan skurð

Norski bakvörðurinn í liði Keflavíkur, Endre Ove Brenne var borinn af leikvelli í kvöld þegar ÍBV og Keflavík áttust við á Hásteinsvelli. Brenne og Víðir Þorvarðarson, leikmaður ÍBV skullu harkalega saman með höfuðin þannig að báðir lágu sárir á eftir. Báðir fengu þeir skurði en Víðir slapp betur frá árekstrinum. Norðmaðurinn var hins vegar fluttur […]

Sanngjörn úrslit í rokleik

ÍBV og Keflavík skildu jöfn á Hásteinsvelli í kvöld 1-1 í leik sem hefði í raun aldrei átt að fara fram. Aðstæður í Eyjum voru allar hinar verstu, hávaða rok, rigning og völlurinn mjög þungur og erfiður. Fyrir vikið var ekki margt sem gladdi augað hjá þeim 318 áhorfendum sem mættu á leikinn, ekki nema […]

40.000 styðja flugvöll í Vatnsmýri

Nú hafa safnast um 40 þúsund undirskriftir í söfnun félagsins Hjartað í Vatnsmýri á vefsíðunni www.lending.is. Í tilkynningu frá félaginu segir að um sé að ræða met í söfnun undirskrifta hérlendis en söfnunin hófst á föstudag og hefur engin söfnun farið jafn hratt af stað svo vitað sé. (meira…)

Gáfu samtals rúma hálfa milljón

Í síðustu viku afhentu forsvarsmenn Ufsaskalla Sambýlinu 150 þúsund króna peningagjöf og bættu svo um betur og afhentu Eyjarós, Krabba­vörn Vestmannaeyja 400 þúsund krónur. Ufsaskalli er góðgerðamót í golfi og hefur verið haldið í Eyjum undanfarin ár. Ágóði mótsins rennur ávallt til góðra mála í Vestmannaeyjum. (meira…)

Kemba getur leikið með ÍBV í kvöld

Hermann Hreiðarsson mun geta teflt fram Úgandamanninum Aziz Kemba þegar lærisveinar hans í ÍBV mæta Keflavík á Hásteinsvelli kl. 18. Kemba fékk félagaskipti í ÍBV um mánaðamótin og kom til Íslands í vikunni en það var Abel Dhaira, fyrrverandi markvörður ÍBV, sem mælti með kappanum. (meira…)

�?tboð hefur tafist um fimm mánuði

Ekkert bólar enn á útboði á hönn­un nýrrar farþegaferju sem kem­ur til með að sigla milli lands og Eyja. Á fundi um samgöngu­mál Vestmannaeyja, sem haldinn var í lok febrúar í Siglingastofnun, var tilkynnt að stefnan væri að bjóða út hönnun nýrrar ferju fyrir páska. (meira…)

Kap VE strandaði aftur

Uppsjávarskipið Kap VE, sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar, strandaði í hádeginu í dag í Vestmannaeyjahöfn. Skipið var að sigla inn til heimahafnar með fullfermi af makríl en tók niðri fyrir framan Básaskersbryggju, eða þar sem Herjólfur leggst að bryggju. Strandið var reyndar ekki meira en svo að skipið losnaði af sjálfsdáðum stuttu síðar þegar flæddi […]

Peningarnir úr kvennaliðinu settir í karlaliðið

Eyjamenn eru stórhuga fyrir komandi vetur í handboltanum og hafa sankað að sér sterkum leikmönnum. Peningar sem hafa farið í kvennaliðið undanfarin ár fara nú í karlaliðið. Reksturinn er ekki mikið dýrari í ár. Karlalið ÍBV er komið aftur upp í efstu deild og miðað við lætin í Eyjamönnum á leikmannamarkaðnum upp á síðkastið ætla […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.