Róbert Aron til liðs við ÍBV

Róbert Aron Hostert, handknattleiksmaðurinn snjalli sem varð Íslandsmeistari með Fram í vor, gekk í dag til liðs við nýliða ÍBV og skrifaði undir eins árs samning við félagið. „Ég tel að ÍBV sé fullkominn staður til þess að fá tækifæri til þess að þróa mig sem miðjumann í deild sem ég þekki og auðveldar það […]
Stefán Árnason til liðs við ÍBV

Stefán Árnason og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér samkomulag fyrir komandi tímabil. Stefán sem undanfarin ár hefur þjálfað hjá yngriflokkum Selfoss með frábærum árangri mun þjálfa 4. og 5. flokk karla ásamt því að aðstoða Gunnar Magnússon með 2. flokk félagsins. Stefán mun einnig verða Gunnari innan handar í þjálfun hjá Akademíunni og ljóst […]
KR tekur á móti ÍBV í dag

ÍBV fer í heimsókn í frostaskjólið í dag. KR er sem stendur í 2. sæti, stigi á eftir FH sem er í 1. sæti Pepsi-deildarinnar en ÍBV er í því sjötta. Sigur hjá ÍBV er gríðarlega mikilvægur ef liðið ætlar ekki að færast enn fjær toppsætunum. Leikurinn hefst klukkan 17:00 (meira…)
Tvö tilboð bárust eftir hraðútboð

Tvö tilboð bárust í endurbætur á pósthúsinu í Vestmannaeyjum í gær. Byggingaverktakafyrirtækið Steini og Olli ehf. bauð lægst, eða tæpar 79 milljónir króna. Ríkiskaup þurfti að halda nýtt hraðútboð þar sem engin tilboð bárust í verkið í fyrra útboði. (meira…)
ÍBV lagði HK/Víking

ÍBV lagði HK/Víking í fjörugum leik nú í kvöld 1-0. Stelpurnar áttu að spila leikinn í gær, fimmtudag en Herjólfur fór ekki og því varð að fresta leiknum þangað til í kvöld. Bæði lið sköpuðu sér fullt af færum en þrátt fyrir það var aðeins eitt mark skorað. (meira…)
Síðustu opnunardagar listaverkasýningar Huldu Hákon

Nú eru síðustu forvöð að sjá þessar einstöku sýningu sem ber yfirskriftina „Fuglar, haf, hús, fólk skip, sólskin og fiskar“ Sýninginn er í Frímúrarahúsinu við Geirsgötu / niður á höfn á milli Rib safari og Viking tours (meira…)
Ekkert tilboð barst í pósthúsið

Engin tilboð bárust í endurbætur á pósthúsinu í Vestmannaeyjum sem Ríkiskaup buðu út í byrjun sumars. „Það er mjög sjaldgæft að við bjóðum eitthvað út án þess að það berist nein tilboð. Það er eiginlega einsdæmi, ég man allavega ekki eftir því að þetta hafi áður komið fyrir,“ segir Guðmundur Hannesson, forstöðumaður ráðgjafasviðs Ríkiskaupa, í […]
Ferðaþjónustan

……………er á mikilli siglingu þessa dagana (þeas ef undanskilinn er dagurinn í dag, ófært í Landeyjahöfn) en það eru þrjú atriði sem mig langar að koma inn á að gefnu tilefni. Í fyrsta lagi, þá finnst mér vinnubrögð Siglingamálastofnunnar gagnvart Rib Safari og nýja bátnum hans Simma, Vikingi, afar furðuleg. Kannski ekki hvað síst vinnubrögðum, […]
Nærri10 þúsund bílar óku um Landeyjahafnarveg

Mun meiri umferð var um Landeyjahafnarveg yfir verslunarmannahelgina 2013 miðað vð árið 2012 eða sem nemur um 12 prósentum. Alls fóru 9.786 bílar yfir umferðarteljara sem staðsettur er á veginum við vegamót Hringvegar, frá fimmtudegi til og með þriðjudags. Ljóst er samkvæmt meðfylgjandi stöplariti að mesta umferðin er á sjálfum frídegi verslunarmanna. (meira…)
Engin ferð með Herjólfi í dag

Herjólfur sigldi enga ferð milli lands og Eyja í dag en ófært hefur verið í Landeyjahöfn í allan dag. Síðasta ferð dagsins var felld niður en tilkynnt verður klukkan 7:00 í fyrramálið hvort gera þarf breytingar á áætlun en annars verður siglt samkvæmt áætlun. (meira…)