Engin ferð með Herjólfi í dag

Herjólfur sigldi enga ferð milli lands og Eyja í dag en ófært hefur verið í Landeyjahöfn í allan dag. Síðasta ferð dagsins var felld niður en tilkynnt verður klukkan 7:00 í fyrramálið hvort gera þarf breytingar á áætlun en annars verður siglt samkvæmt áætlun. (meira…)

Lést í umferðar­slysi

Banaslys varð á Suðurlandsvegi, skammt frá Þingborg í gær. Sendi­bifreið og vörubifreið, sem komu úr gagnstæðum áttum rákust á. Ökumaður sendibifreiðarinnar var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en var úrskurðaður látinn eftir komuna ­þangað. Ökumaður vörubifreiðar­innar var fluttur á sjúkrahús en er ekki alvarlega slasaður. Hinn látni var Leifur Ársæll Leifsson, fæddur 8. febrúar 1955 […]

David Moyes varð að manni í Vestmannaeyjum

„Frá kurteisum unglingi í stjóra ensku meistarana. Hvernig dvöl á Íslandi gerði Moyes að manni. – Þetta er fyrirsögn greinar sem birtist í Daily Mail í morgun og fjallar um Íslandsdvöl David Moyes. Í greininni er rætt við Ólaf Jónsson sem þjálfaði unga leikmenn í Vestmannaeyjum í fótbolta. Í æfingaferð í Skotlandi urðu hann og […]

Ráðist á fréttaritarar R�?V í Eyjum

Sighvatur Jónsson, fréttaritari RÚV í Eyjum lenti í kröppum dansi aðfaranótt mánudags þegar hann var við störf á Básaskersbryggju. Þar var hann að taka viðtal við hjón fyrir fréttir kvöldsins þegar bræður kútveltust í slagsmálum þar hjá. Þegar þeim hafði verið stíað í sundur, taldi annar bróðirinn að Sighvatur hefði verið að mynda slagsmálin og […]

Tvö útköll hjá Slökkviliði Vestmannaeyja í gær

Slökkvilið Vestmannaeyja var í tvígang kallað út í gærkvöldi. Annars vegar var um að ræða eld í gasgrilli sem stóð upp við hús en búið var að slökkva eldinn áður en slökkviliðið komst á staðinn. Hins vegar var um að ræða eld í bílhræjum á geymslusvæði Sorpu. Eins og gefur að skilja er mikill eldsmatur […]

Ganga á Heimaklett í þágu Landsspítala

Söfnun Þjóðkirkjunnar til kaupa á línuhraðli á Landsspítala hefur borist til Eyja með hádegisgöngu á Heimaklett. Til að vekja athygli á þessari söfnun, sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands hratt af stað fyrr á þesusu ári, hefur sr. Þorgrímur Daníelsson hafið göngu á 30 tinda í ágúst. Heimaklettur var sjálfkjörinn og óskar sr. Þorgrímur eftir […]

�?ökkum frábærar viðtökur

Í upphaf sumars 2011 hófum við rekstur á ferðavagni Bæjarnis Beztu. Hugsunin á bak við ferðavagninn er að svara aukinni eftirspurn og bjóða upp á beztu pylsur landsins á fleiri stöðum en bara á höfuðborgarsvæðinu. Hefur fyrirtækið bæði nýtt vagninn til auka þjónustuna á háannatíma í miðbæ Reykjavíkur ásamt því að ferðast um landið. Stefna […]

�?jóðhátíðin fyrir þá sem misstu af henni

Einni af betri Þjóðhátíðum síðari ára lauk á mánudagsmorguninn. Veðurguðirnir voru einstaklega hliðhollir þjóðhátíðargestum en í Eyjum var algjör blíða um helgina. Meira að segja þegar hvessti á laugardeginum í Eyjum, þá var logn í Herjólfsdal, í skjóli fjallanna. Nú geta þeir sem ekki voru á Þjóðhátíð, fengið stemmninguna beint í æð hér á Eyjafréttum.is. […]

Gunnar Heiðar til Tyrklands

Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við tyrkneska liðið Konyaspor. Gunnar fór í læknisskoðun hjá félaginu og skrifaði svo í kjölfarið undir eftir að hafa staðist skoðunina. Allt benti til þess að Gunnar myndi spila með ÍBV vorið 2011 en aðeins mánuði eftir að hafa skrifað undir samning hjá ÍBV, […]

�?jóðhátíðin gerð upp á Gufunni í kvöld

Einni af betri þjóðhátíðum sem haldnar hafa verið, lauk um klukkan fimm í morgun. Hátíðahöldin tókust einstaklega vel enda lék veðrið við Eyjamenn og gesti þeirra. Þeir Bjarni Ólafur Guðmundsson, Geyr Reynisson og Sighvatur Jónsson ætla að gera Þjóðhátíðina upp í þætti á Gufunni, fm 104,7 milli 21 og 23 í kvöld. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.