Í júní féllu niður 16 flugferðir hjá Erni

Það heyrði til undantekninga ef flug til Vestmannaeyja féll niður síðasta vetur en með hækkandi sól tók þokan völdin sem hefur haft veruleg áhrif á flug til hins verra. Þetta hefur bitnað á flugi Ernis til Eyja. Bara í júní féllu niður 16 flugferðir og ekki útlit fyrir að útkoman verði betri í júlí. Ljósi […]
ÍBV tekur á móti FH á laugardegi þjóðhátíðar

Leikur ÍBV og FH í Pepsídeild karla verður laugardaginn 3. ágúst eða á laugardegi þjóðhátíðarinnar, klukkan 14:00. Leikurinn átti upphaflega að vera miðvikudaginn 7. ágúst en þar sem FH komst áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar, þá þurfti að færa leikinn til. (meira…)
Sól og blíða á þjóðhátíð

Veðrið skipar alltaf stóran þátt í því hvernig til tekst á þjóðhátíð. Nú þegar helgin stóra nálgast verða veðurspár áreiðanlegri en margir Íslendingar líta reglulega á norsku veðursíðuna yr.no. Á síðunni er nú að finna spá fram yfir verslunarmannahelgi og samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í ár. (meira…)
Magnús greiddi hæstu skattana 2012

Tveir af þremur þeirra sem greiða hæstu skattana á Íslandi á síðasta ári, koma frá Vestmannaeyjum. Magnús Kristinsson trónir á toppi listans, greiddi samtals tæpar 190 milljónir milljónir í skatt árið 2012. Kristján Vilhelmsson, útgerðarmaður á Akureyri er næstur á listanum, greiddi rúmar 152 milljónir en Guðbjörg Matthíasdóttir er í þriðja sæti, greiddi tæpar 135 […]
Týndust í þoku og mótorinn bilaði

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út annað sinn á stuttum tíma undir miðnætti í gær. Slöngubátur fimm manns hafði bilað vestan við Heimaey og hafði fólkið samband við Landhelgisgæsluna, sem aðstoðaði við að finna bátinn. Slöngubátur á vegum Björgunarfélagsins fann fólkið og dró bát þeirra í land. (meira…)
Alvarlega slasaður eftir fall í Brandi

Karlmaður á sextugsaldri er alvarlega slasaður eftir fall í Brandi, einni af úteyjum Vestmannaeyja. Maðurinn var á leið niður úr eynni þegar hann missti fótanna og féll niður, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Maðurinn var fluttur í land með gúmmíbáti Ribsafari, þar sem björgunarbáturinn Þór er á þurru landi. Flytja á manninn […]
Evrópudraumurinn úti

ÍBV gerði markalaust jafntefli í kvöld gegn Rauðu stjörnunni og eru Eyjamenn því úr leik. Serbarnir unnu samanlagt 2-0. ÍBV voru manni fleiri síðasta korterið og klúðruðu vítaspyrnu. Stemmninginn á leiknum var mjög góð og eiga áhorfendur hrós skilið fyrir að gera góðan leik enn betri. Leikmenn ÍBV geta líka borið höfuðið hátt enda stóðu […]
Hóflega bjartsýnir

ÍBV leikur í Evrópukeppnini í kvöld eins og flestir vita. Eyjafréttir höfðu samband við Gunnar Már Guðmundsson, leikmann ÍBV og var hann ásamt öðrum leikmönnum klár í slaginn gegn Rauðu Stjörnunni. „Við erum vel stemmdir fyrir leikinn. Það er ákveðin brekka framundan að þurfa að vinna upp tveggja marka forskot þeirra, við mætum hóflega bjartsýnir […]
Ungir og efnilegir krakkar skrifuðu undir

Í gær skrifuðu þessi fimmtán ungmenni undir samning við ÍBV og Akademíuna. Aldrei hafa fleirri skrifað undir í einu og því var áfanginn mjög merkur. Þeir krakkar sem hafa verið í Akademíuni hafa allir verið viðlogandi yngri landsliðin og því má búast við að í þessum hóp séu framtíðar landsliðsfólk. (meira…)
Mæta Rauðu Stjörnunni í kvöld

ÍBV tekur á mót Rauðu Stjörnunni í kvöld kl 18:30. Klukkutíma fyrir leik verður hægt að gæða sér á hamborgurum og gosi gegn vægu gjaldi, einnig verður selt inn í VIP sal þar sem léttar veitingar verða í boði fyrir leik sem og í hálfleik. Serbarnir sigruðu úti 2-0 og eru í ágætri stöðu. Leikmenn […]