Í júní féllu niður 16 flugferðir hjá Erni
26. júlí, 2013
Það heyrði til undantekninga ef flug til Vestmannaeyja féll niður síðasta vetur en með hækkandi sól tók þokan völdin sem hefur haft veruleg áhrif á flug til hins verra. Þetta hefur bitnað á flugi Ernis til Eyja. Bara í júní féllu niður 16 flugferðir og ekki útlit fyrir að útkoman verði betri í júlí. Ljósi punkturinn er að mikið er bókað á þjóðhátíð. Salan fór reyndar seinna af stað en í fyrra en núna er staðan svipuð og um þetta leyti á síðasta ári þegar mikið var að gera hjá Erni í að koma þjóðhátíðargestum til og frá Vestmannaeyjum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst