Vonast til að fá nokkra daga í ágúst

Bjargveiðimenn eru ekki ánægðir með tillögu umhverfis- og skipulagsráðs, og í framhaldi af því ákvörðun bæjarstjórnar, að leyfa veiði í fimm daga í þessum mánuði. Bæði finnst þeim dagarnir of fáir og tímasetningin röng en tímabilið hófst 19. júlí og lauk í gær, 23. júlí. Og það verður að viðurkennast að þeir hafa nokkuð til […]

Skrifað undir fyrir Akademíuna í kvöld

Í kvöld klukkan 20:00 munu ungir íþróttamenn skrifa undir samning við íþróttaakademíu ÍBV og FÍV. Þau börn sem ætla að stunda nám við Akademíuna á næstu önn, eru beðnir um að mæta á þessum tíma í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar ásamt foreldrum sínum. (meira…)

�?g skal vinna í Dalnum

Þjóðhátíðin er handan við hornið og kominn tími á að láta frá mér þetta bréf sem ég ákvað að skrifa fyrir um ári síðan. Barningur um stæði fyrir hústjöldin í Herjólfsdal er eitt af því sem mér hefur alltaf fundist frekar leiðinlegur partur undirbúnings fyrir Þjóðhátíðina. Helsta ástæða þess er kannski sú að frá því […]

Líklegt að boðið verði upp á knattspyrnu á þjóðhátíð

Allt stefnir í að ÍBV taki á móti FH í Íslandsmótinu um verslunarmannahelgina. Fótbolti var áður fyrr fastur liður í hátíðahöldum þjóðhátíðarinnar en hefur ekki verið undanfarna áratugi. Ef af verður, er líklegt að leikurinn yrði annað hvort á föstudegi eða laugardegi. FH-ingar tryggðu sér sæti í 3. umferð Meistaradeildarinnar í gær og ef ÍBV […]

Hásteinsvöllur verður klár

Hásteinsvöllur hefur oft litið betur út en óhagstætt veður að undanförnu hefur haft mikil áhirf á völlinn. Á morgun leikur karlalið ÍBV gegn Rauðu Stjörnunni á vellinum en miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu daga til að gera völlinn leikfæran. Blaðamaður Eyjafrétta hitti á þá Gísla Matthías Sigmarsson, vallarstjóra og Örlyg Helga Grímsson sem voru […]

Sigur hjá KFS í kvöld

KFS lagði Árborg að velli í kvöld en liðin áttust við í Eyjum. Eyjamenn voru mun betri í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik en Einar Kristinn Kárason og Friðrik Sigurðsson sáu til þess að Eyjamenn voru 2:0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki alveg eins vel leikinn af hálfu KFS en sigur heimamanna var […]

Lundaprins en lítil veiði

Fimm daga lundaveiði lýkur í Vestmannaeyjum í kvöld. Fyrstu veiðarnar eftir tveggja ára bann skiluðu litlu. Veiðimenn kenna aðstæðum um og segja nóg af fugli. Einn veiðimanna fangaði sérstakt afbrigði af lunda, svokallaðan lundaprins. (meira…)

Sól í dag

Þegar þessi orð eru rituð er sól í Eyjum. Það þykir fréttnæmt enda sumarið verið heldur þungbúið og síðustu daga hefur verið þykk þoka yfir eyjunum. Nú loksins virðist sólin ætla að hafa betur, Eyjamönnum til mikillar gleði. (meira…)

Lítur út fyrir gott veður á þjóðhátíð

Það verður sól og blíða á þjóðhátíð ef marka má veðurspána á vefsíðunni myweather2.com. Þar er að finna langtímaspá fyrir verslunarmannahelgina og samkvæmt henni verður sól föstudag og laugardag þjóðhátíðarinnar en gæti rignt örlítið á sunnudeginum, svona fyrir gróðurinn. (meira…)

Lögðu hald á 100 gr. af maríjúana

Eins og fram kom hér á Eyjafréttum lagði lögreglan í Vestmannaeyjum hald á um 100 gr. af maríjúana. Efnin fundust í bifreið manns á fimmtugsaldri en efnin voru ætluð til sölu. Sem fyrr er mikill viðbúnaður hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum þegar fíkniefni eru annars vegar, sérstaklega nú í aðdraganda þjóðhátíðar. Lögreglan óskar eftir liðsinni almennings […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.